Muni styrkja bæinn og starfsemi skólans gríðarlega Bjarki Sigurðsson skrifar 27. júní 2024 13:20 Frá undirritun í Hafnarfirði í dag. Vísir/Bjarki Í dag var undirritað samkomulag um byggingu nýs Tækniskóla í Hafnarfirði. Með samkomulaginu er fjármagn til byggingar nýs skóla tryggt og hægt að fara í útboð á framkvæmdum og hönnun skólans. Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni. Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Samkomulagið var undirritað á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var saman kominn til að fagna þessum áfanga en með undirrituninni er stórt skref tekið í áttina að því að skólinn rísi. Vonast er til þess að hann verði tilbúinn á fjórum til fimm árum. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þetta skila gríðarlega miklu fyrir nemendur skólans. „Það gefur augaleið að aðstaða og aðbúnaður verk- og starfsnámsskóla allt í kringum landið hefur verið mjög bágborinn. Við höfum ekki verið að ráðast í framkvæmdir þar með nógu öflugum hætti og það þarf enginn að efast um það að öflugri aðstaða og öflugri aðbúnaður fyrir nemendur, skilar sér í gæðum námsins,“ segir Ásmundur. Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, var kampakát með undirritunina. „Vonandi að fjórum til fimm árum liðnum verðum við búin að sameinast úr átta byggingum á fimm stöðum yfir á einn stað þar sem allt nám skólans fer fram undir sama þaki. Í nútímalegu umhverfi með miklu betri aðstöðu en við höfum haft,“ segir Hildur. Þá muni koma Tækniskólans í Hafnarfjörð hafa jákvæð áhrif á bæjarlífið og -andann að sögn Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra. „Mun styrkja miðbæinn og allt samfélagið í heild sinni. Þessu fylgja mjög margir nemendur og kennarar. Þetta mun auka umsvif og auka bæjarandann. Þannig mjög erum ofsalega ánægð með að þetta sé að verða að veruleika,“ segir Rósa. Tækniskólinn er fjölmennasti framhaldsskóli landsins og sá vinsælasti hjá nýútskrifuðum grunnskólanemendum í ár. Nýja byggingin mun kosta á annan tug milljarða að sögn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. „En við skulum kannski ekki fara fram úr okkur með væntingum um það hvenær húsið verður endanlega risið. Nú er búið að fjármagna það, þá fara af stað þessi útboð. Það er búið að velja staðinn og þetta er bara spennandi í alla staði,“ segir Bjarni.
Skóla- og menntamál Hafnarfjörður Börn og uppeldi Framhaldsskólar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira