Erlent

Til­nefna Ursulu til að sitja fimm ár í við­bót

Jón Þór Stefánsson skrifar
Eftir tilnefninguna mun hin þýska von der Leyen þurfa að fá samþykki meirihluta Evrópuþingsins.
Eftir tilnefninguna mun hin þýska von der Leyen þurfa að fá samþykki meirihluta Evrópuþingsins. Epa

Leiðtogar Evrópusambandsríkja hafa tilnefnt Ursulu von der Leyen til embættis forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til næstu fimm ára, en hún hefur setið eitt kjörtímabil í því embætti.

The Guardian greinir frá þessu og hefur upplýsingarnar eftir þremur dipplómötum innan Evrópusambandsins.

Meirihluti Evrópuþingsins þarf að staðfesta tilnefninguna áður en hún tekur formlega við embættinu.

Þá greinir Guardian jafnframt frá því að Antonio Costa, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals, hafi verið tilnefndur í embætti forseta Evrópuráðsins og Kaja Kallas, núverandi forsætisráðherra Eistlands, verði utanríkisráðherra sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×