Sakfelldur fyrir að myrða Emilie Meng Árni Sæberg skrifar 28. júní 2024 10:52 Emilie Meng fannst látin í stöðuvatni á vesturhluta Sjálands á aðfangadag árið 2016 en hennar hafði þá verið saknað í fimm mánuði. Lögregla í Danmörku Philip Westh, 33 ára Dani, hefur verið sakfelldur fyrir að myrða hina sautján ára Emilie Meng árið 2016. Hann er einnig sekur um að hafa reynt að nauðga henni og fjölda brota gegn tveimur öðrum stúlkum. Þetta er niðurstaða dómsins í Næstved á Sjálandi. Refsing Westh verður ákveðin síðar í dag. Ítarlega var fjallað um mál Emilie Meng þegar hún hvarf í júlí árið 2016. Lík hennar fannst fimm mánuðum seinna í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Lögregla leitaði logandi ljósi að morðingja hennar en gekk illa í fjölda ára. Í mars í fyrra var þrettán ára stúlku rænt í bænum Kirkerup, nauðgað ítrekað og haldið fanginni í 27 klukkustundir. Stúlkan fannst á lífi og Westh var handtekinn í kjölfarið. Fljótlega fór lögreglu að gruna að tengsl væru á milli ránsins og morðs Emilie Meng. Í apríl í fyrra var Westh ákærður fyrir morðið í ofanálag við ákæru fyrir mannrán og nauðganir. Þá var hann ákærður fyrir tilraun til að nauðga Meng. Í frétt DR segir að Westh hafi verið sakfelldur í nánast öllum ákæruliðum hvað varðar Meng og þrettán ára stúlkuna ásamt ákæru fyrir tilraun til að nauðga fimmtán ára stúlku í Sorø í nóvember árið 2022. Sem áður segir verður refsing Weths ákveðin síðar í dag. Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. 8. janúar 2024 10:13 Telja að maðurinn hafi kyrkt Emilie Meng Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni. 17. maí 2023 14:09 „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Skoðuðu í þrígang hvort Peter Madsen tengdist morðinu á Emilie Meng Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. 20. júní 2020 10:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Þetta er niðurstaða dómsins í Næstved á Sjálandi. Refsing Westh verður ákveðin síðar í dag. Ítarlega var fjallað um mál Emilie Meng þegar hún hvarf í júlí árið 2016. Lík hennar fannst fimm mánuðum seinna í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Lögregla leitaði logandi ljósi að morðingja hennar en gekk illa í fjölda ára. Í mars í fyrra var þrettán ára stúlku rænt í bænum Kirkerup, nauðgað ítrekað og haldið fanginni í 27 klukkustundir. Stúlkan fannst á lífi og Westh var handtekinn í kjölfarið. Fljótlega fór lögreglu að gruna að tengsl væru á milli ránsins og morðs Emilie Meng. Í apríl í fyrra var Westh ákærður fyrir morðið í ofanálag við ákæru fyrir mannrán og nauðganir. Þá var hann ákærður fyrir tilraun til að nauðga Meng. Í frétt DR segir að Westh hafi verið sakfelldur í nánast öllum ákæruliðum hvað varðar Meng og þrettán ára stúlkuna ásamt ákæru fyrir tilraun til að nauðga fimmtán ára stúlku í Sorø í nóvember árið 2022. Sem áður segir verður refsing Weths ákveðin síðar í dag.
Danmörk Erlend sakamál Tengdar fréttir Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. 8. janúar 2024 10:13 Telja að maðurinn hafi kyrkt Emilie Meng Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni. 17. maí 2023 14:09 „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30 Skoðuðu í þrígang hvort Peter Madsen tengdist morðinu á Emilie Meng Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. 20. júní 2020 10:02 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Ákærður fyrir morðið á Emilie Meng Danskur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt hina sautján ára gömlu Emilie Meng. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir brot gegn tveimur unglingsstúlkum til viðbótar. 8. janúar 2024 10:13
Telja að maðurinn hafi kyrkt Emilie Meng Saksóknarnar í Danmörku telja að 32 ára karlmaður, sem er í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa rænt og nauðgað þrettán ára stúlku á Sjálandi í mars, hafi kyrkt hina sautján ára Emilie Meng árið 2016 og komið líki hennar fyrir í stöðuvatni. 17. maí 2023 14:09
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. 17. apríl 2023 20:30
Skoðuðu í þrígang hvort Peter Madsen tengdist morðinu á Emilie Meng Í nýrri bók um hvarf og morðið á dönsku unglingsstúlkunni Emilie Meng kemur fram að lögregla kannaði þrisvar hvort danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen tengdist morðinu. 20. júní 2020 10:02