Biden augljóslega þyngdur af ellibelgnum Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 11:29 Össuri var hreinlega brugðið þegar hann sá Bandaríkjaforseta í nótt, Biden hengdi haus, með opinn munn eins og maður sér stundum á gömlum mönnum á elliheimilum. vísir/getty Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi ritstjóri fylgdist með kappræðunum vestan hafs sem fram fóru í nótt og honum er brugðið – vægast sagt. Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Össur skrifar pistil sem hann birtir á Facebook-síðu sinni þar sem hann fer yfir það sem fyrir augu bar. Hann segir Demókrata þurfi nýtt forsetaefni, á elleftu stundu. Össuri leið hræðilega undir kappræðunum Hann segir Joe Biden hafa verið afkastamikinn og góðan forseta og komið mörgum góðum málum í gegn meðan Donald Trump sé frægur raðlygari, „dæmdur glæpamaður“ en þetta hafi ekki verið boðlegt. „Frómt frá sagt virkaði Biden hræðilega í kappræðunum. Hann birtist sem mjög gamall og þreyttur, hreyfði sig einsog háaldraður maður – sem hann er auðvitað að verða – undir miklu álagi. Rödd hans var hás og aðþrengd, og maður átti stundum erfitt með að greina bæði hvað hann sagði, og samhengið í hinum töluðu orðum,” segir Össur. Og honum þótti ekki síður athyglisvert að fylgjast með Biden þegar Trump hafði orðið. „[Þá] hengdi hann hálfvegis haus, svipbrigðalaus með opinn hangandi munn einsog maður sér stundum á mjög gömlum mönnum á elliheimilum. Það fór um mig kjánahrollur undir umræðunum og mér leið satt að segja hræðilega meðan á þeim stóð. Biden var augljóslega þyngdur af ellibelgnum, og gamli bardagamaðurinn, sem oft leiftraði, og var stundum örskjótur að hugsa, með „one-liners“ á hraðbergi, var hvergi sjáanlegur.“ Trump hins vegar í essinu sínu En Össuri virtist hins vegar Trump í essinu sínu. „Á meðan gustaði stundum af Trump. Hann leit vel út, augljóslega í miklu betra formi en síðast, mun reyndari, virtisr þróttmeiri og miklu yngri - sem hann er þó ekki. Trump virtist á köflum fullur af sjálfstrausti, laug sig með flóðmælsku frá hverju málinu á fætur öðru, skellti skuldinni á valdaránstilrauninni sem hann hvatti Proud Boys og aðra til 6. Janúar, 2021, á Nancy Pelosi, laug því að mikilvægum vitnisburðum hefði verið skotið undan.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40 Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Biden hikandi og hás í fyrri kappræðum kosninganna Fyrri kappræður forsetaframbjóðendanna tveggja í Bandaríkjunum, Joe Biden, núverandi forseta, og Donald Trump, fyrrverandi forseta, fóru fram í gær. Í umfjöllun erlendra miðla er í flestum þeirra talað um að kappræðurnar hafi einkennst af persónulegum árásum og að Joe Biden hafi tekist illa upp með að verjast árásum og röngum staðhæfingum Trump um hin ýmsu mál. 28. júní 2024 06:40
Bein útsending: „Óvinsælustu frambjóðendur sem boðið hefur verið upp á“ Spennan magnast vestanhafs fyrir forsetakappræður Joes Biden og Donalds Trump sem fara fram í nótt. 27. júní 2024 23:49