Flug frá Keflavík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. júní 2024 15:47 Guðný S. Bjarnadóttir er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Vísir/Vilhelm Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund. „Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf,“ skrifar Guðný í aðsendri grein á Vísi. Í greininni segir Guðný frá grófu ofbeldisbroti sem hún varð sjálf fyrir og eru viðkvæmir lesendur varaðir við lýsingunum. „Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja,“ skrifar Guðný. Kynferðisofbeldi breyti kjarna manneskju til frambúðar Hún segir sér hafa verið haldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð og að hún hafi aðeins verið með meðvitund í örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga hennar að þau gefa henni martraðir enn þann dag í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Guðný segir kynferðisofbeldi ekki einangrað atvik í lífi fólks sem verður fyrir því. Slíkt áfall breyti kjarna manneskju til frambúðar. „Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata,““ skrifar Guðný. Guðný segir að það að tilkynna kynferðisofbeldi sé stórt skref sem ekki allir taki en að þess þó heldur sé mikilvægt að trúa þolendur þegar þau skref eru tekin. „Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst,“ skrifar Guðný. Mál falli niður af ótal ástæðum Hún segir samfélagið þurfa að horfast í augu við þetta hugslausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Guðný segist jafnframt fyllast af miklu vonleysi þegar hún lesi eða heyri fólk tala um niðurfelld mál. Hún segist heyra að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi ekki verið svo alvarlegt fyrst málalyktir voru eins og þær voru. „Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins,“ skrifar Guðný. Stefna tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur Guðný segist bera merki þess ofbeldis sem hún varð fyrir utan á sér jafnt og sálinni og að hún sitji uppi með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum. „Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður,“ skrifar Guðný. „Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur,“ skrifar hún að lokum. Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Ef fólk hefur ekki velt því fyrir sér hver meðaltíminn er sem kynferðisofbeldi stendur yfir að þá eru það um 4,5 klukkustundir. Flug frá Keflavík til Köben tekur styttri tíma en meðaltími nauðgunar. Það má vera að sumir skilji ekki hvernig karlmaður gæti enst svona lengi en raunin er sú, enn og aftur, að kynferðisofbeldi er ekki kynlíf og á ekkert skylt við kynlíf,“ skrifar Guðný í aðsendri grein á Vísi. Í greininni segir Guðný frá grófu ofbeldisbroti sem hún varð sjálf fyrir og eru viðkvæmir lesendur varaðir við lýsingunum. „Árásin á mig var plönuð.Gerandinn mætti í afmælið mitt með MDMA og svefntöflu, mér algerlega óafvitandi. Mér var byrlað og stóð verknaðurinn yfir í u.þ.b. 2 klukkutíma og 15 mínútur. Þetta veit ég því ég var með Garmin úr á mér á meðan þessu stóð og það mældi allt sem gerðist á þessum tíma: Hraða hjartsláttinn sem ég fékk þegar áhrifin af efnunum komu yfir mig. Hvernig púlsinn datt niður og hvernig hann rauk upp aftur þegar meiri efni voru sett upp í mig gegn mínum vilja,“ skrifar Guðný. Kynferðisofbeldi breyti kjarna manneskju til frambúðar Hún segir sér hafa verið haldið í annarlegu ástandi á meðan árásinni stóð og að hún hafi aðeins verið með meðvitund í örfá augnablik. Augnablik sem lifa svo skýrt í huga hennar að þau gefa henni martraðir enn þann dag í dag, tveimur og hálfu ári seinna. Guðný segir kynferðisofbeldi ekki einangrað atvik í lífi fólks sem verður fyrir því. Slíkt áfall breyti kjarna manneskju til frambúðar. „Ég upplifði algjört niðurbrot. Niðurbrot á mér sem manneskju, tóm að innan eftir að allt sem ég var hafði verið tekið frá mér. Í skýrslu úr áfallameðferðinni minni stendur: „óvíst hvort skjólstæðingur nái bata,““ skrifar Guðný. Guðný segir að það að tilkynna kynferðisofbeldi sé stórt skref sem ekki allir taki en að þess þó heldur sé mikilvægt að trúa þolendur þegar þau skref eru tekin. „Getur þú ímyndað þér að verða fyrir ofbeldi og árás í marga klukkutíma og enginn trúir þér? Sjaldnast eru vitni í svona málum. Sumum, eins og mér, er byrlað til að tryggja erfiðleika við að muna ofbeldið. Sum segja aldrei frá því og samfélagið okkar á erfitt með að heyra af ofbeldinu sem hér þrífst,“ skrifar Guðný. Mál falli niður af ótal ástæðum Hún segir samfélagið þurfa að horfast í augu við þetta hugslausa skrímsli sem kynferðisofbeldi er og hversu algengt það er í raun. Guðný segist jafnframt fyllast af miklu vonleysi þegar hún lesi eða heyri fólk tala um niðurfelld mál. Hún segist heyra að niðurfelld mál hljóti að vera byggð á lygi eða að ofbeldið hafi ekki verið svo alvarlegt fyrst málalyktir voru eins og þær voru. „Sannleikurinn er sá að mál eru felld niður af ótal mörgum ástæðum sem hefur ekkert alltaf með sönnunargögn eða trúverðugleika þolenda að gera. Mál eru stundum felld niður einfaldlega vegna þess að rannsókn lögreglu er talin ófullnægjandi af ákæruvaldinu. Vegna þess að verkferlum lögreglunnar er ekki fylgt eftir eða rannsókn tekið of langan tíma. Bókstaflega vegna þess að ekki var tikkað í öll boxin við rannsókn málsins,“ skrifar Guðný. Stefna tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur Guðný segist bera merki þess ofbeldis sem hún varð fyrir utan á sér jafnt og sálinni og að hún sitji uppi með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum. „Mér er synjað um réttláta málsmeðferð. „Talin trúverðug í öllum skýrslutökum,“ stendur í málsgögnunum mínum. Myndirnar af mér, sem teknar voru á neyðarmóttökunni; háværar raddir sem kosið var að hlusta ekki á. Vettvangurinn sjálfur hunsaður,“ skrifar Guðný. „Í flugi þarf ekki að breyta stefnu nema um eina gráðu til að breyta um áfangastað. Ég fer því ekki til Köben heldur er stefnan tekin á framtíð með réttlæti fyrir þolendur,“ skrifar hún að lokum.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira