Viðskipti innlent

Rann­veig hættir í Seðla­bankanum

Jakob Bjarnar skrifar
Rannveig Sigurðardóttir hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að hún fái að láta af störfum í Seðlabankanum þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur, sem er í lok árs.
Rannveig Sigurðardóttir hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að hún fái að láta af störfum í Seðlabankanum þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur, sem er í lok árs. vísir/vilhelm

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Forsætisráðherra mun því auglýsa starf varaseðlabankastjóra peningastefnu síðar í sumar og skipa í embættið frá og með 1. janúar 2025.

Rannveig var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og var um áratug staðgengill aðalhagfræðings bankans áður en hún var skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra 1. júlí 2018. Hún varð síðan varaseðlabankastjóri peningastefnu við sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins 1. janúar 2020. 

Í tilkynningunni kemur einnig fram að áður en hún réðst til Seðlabankans var hún hagfræðingur BSRB og ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×