Rabarabarahátíð í gamla bænum á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júní 2024 12:15 Hátíðin fer fram í gamla bænum á Blönuósi þar sem allir eru velkomnir til að taka þátt í dagskrá dagsins. Eitthvað verður fyrir alla, allt frá gömlum útileikjum sem er yngstu kynslóðunum framandi upp í vinnusmiðjur um jurtalitun með rabarbara. Ýmislegt ljúffengt úr rabarbara verður kynnt, þá verður uppskriftakeppni, söguganga, sultugerð, draugaganga, fróðleikur um sögu og nýtingu rabarabara, listasmiðja, listasýning og margt fleira. Mynd úr safni Rabarabarahátíð fer fram í gamla bænum á Blönduósi í dag þar sem rabbabarinn verður í aðalhlutverk. Þá verður draugaganga líka í boði, sem endar við kirkjuna í kvöld, auk fuglaskoðunar svo eitthvað sé nefnt. Það eru nokkrar bæjarhátíðir um helgina og ein þeirra er á Blönduósi, rabarbarahátíðin 2024, sem fjórir vaskir einstaklingar á staðnum eiga heiðurinn af. Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur, er ein af skipuleggjendum dagsins. „Hátíðin byrjaði núna klukkan 12:00 í Krúttinu í gamla bænum. Þá gat fólk farið að koma inn með rétti til að taka þátt í uppskriftarkeppni og þá biðjum við fólk að koma með dásemd í dós eða krukki eða flösku eða diski og svo dularfulla dásemd. Og allar eiga þessar dásemdir að innihalda rabarbara á einn eða annan hátt,“ segir Björk. Elfa Þöll Grétarsdóttir, til vinstri og Björk Bjarnadóttir, sem eru klárar í daginn.Aðsend Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð. Þó er þó margt annað í gangi í dag í bæjarfélaginu eins og listasmiðja fyrir börn, söguganga, fuglaskoðun og Draugaganga með Björk í kvöld. En aftur að rabarbaranum. Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð.Aðsend „Við erum mjög heilluð af rabarbaranum en þeir sem ekki vita þá nam hann land hér sirka 1850 til 1880 á Íslandi, en hann kemur fyrst til Íslands í gegnum Nesstofu, þá sem lækningajurt en þá var það rótin og hann var einn af dýrustu lækningajurtum í heimi,“ segir Björk. Og þetta sagði Björk að lokum. „Ég vil bara segja, allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir á hátíðina, það er eitthvað fyrir alla og síðan er hægt að fræðast svo ótrúlega mikið um forna og nýja þekkingu um rabarbarann, þannig að við bjóðum alla velkomna að koma“. Hér má sjá upplýsingar um hátíð dagsins.Aðsend Facebooksíða hátíðarinnar Húnabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það eru nokkrar bæjarhátíðir um helgina og ein þeirra er á Blönduósi, rabarbarahátíðin 2024, sem fjórir vaskir einstaklingar á staðnum eiga heiðurinn af. Björk Bjarnadóttir, umhverfisþjóðfræðingur, er ein af skipuleggjendum dagsins. „Hátíðin byrjaði núna klukkan 12:00 í Krúttinu í gamla bænum. Þá gat fólk farið að koma inn með rétti til að taka þátt í uppskriftarkeppni og þá biðjum við fólk að koma með dásemd í dós eða krukki eða flösku eða diski og svo dularfulla dásemd. Og allar eiga þessar dásemdir að innihalda rabarbara á einn eða annan hátt,“ segir Björk. Elfa Þöll Grétarsdóttir, til vinstri og Björk Bjarnadóttir, sem eru klárar í daginn.Aðsend Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð. Þó er þó margt annað í gangi í dag í bæjarfélaginu eins og listasmiðja fyrir börn, söguganga, fuglaskoðun og Draugaganga með Björk í kvöld. En aftur að rabarbaranum. Björk segir ótrúlega mikið um rabbabaragarða í gamla bænum á Blönduósi og því tilvalið að halda rabarbarahátíð.Aðsend „Við erum mjög heilluð af rabarbaranum en þeir sem ekki vita þá nam hann land hér sirka 1850 til 1880 á Íslandi, en hann kemur fyrst til Íslands í gegnum Nesstofu, þá sem lækningajurt en þá var það rótin og hann var einn af dýrustu lækningajurtum í heimi,“ segir Björk. Og þetta sagði Björk að lokum. „Ég vil bara segja, allir velkomnir, bæði börn og fullorðnir á hátíðina, það er eitthvað fyrir alla og síðan er hægt að fræðast svo ótrúlega mikið um forna og nýja þekkingu um rabarbarann, þannig að við bjóðum alla velkomna að koma“. Hér má sjá upplýsingar um hátíð dagsins.Aðsend Facebooksíða hátíðarinnar
Húnabyggð Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira