„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 19:30 Luciano Spalletti var svekktur eftir tapið fyrir Sviss. getty/James Baylis Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira