„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. júní 2024 19:30 Luciano Spalletti var svekktur eftir tapið fyrir Sviss. getty/James Baylis Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Spalletti tók við Evrópumeisturunum í ágúst 2023 og kom þeim á EM eftir að Ítalir misstu af HM í Katar 2022 undir stjórn Roberto Mancini. Í leiknum gegn Sviss í dag var Ítalía mun lakari aðilinn og tapaði verðskuldað með tveimur mörkum. „Það er satt að markið sem við fengum á okkur í upphafi seinni hálfleiks sló okkur út af laginu og lækkaði sjálfstraustið,“ sagði Spalletti í viðtali við RAI Sport. Það kom nokkuð á óvart þegar byrjunarliðið birtist og Spalletti hafði gert sex breytingar frá síðasta leik. Hann sagðist hafa vonast til þess að breytingar myndu skerpa á leikmönnum en svo reyndist ekki. Enginn skandall og vonar að hann verði áfram Hvort Spalletti haldi áfram þjálfun landsliðsins er óvíst að svo stöddu en ljóst er að um mikil vonbrigði er að ræða fyrir ríkjandi Evrópumeistarana sem voru langt frá sínu besta á mótinu. Í samtali við Gazzetta dello Sport sagði Spalletti: „Það er ljóst að eitthvað þarf að breytast, en mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um. Ég ber ábyrgð á tapinu í dag og gegn Spáni, uppleggið leyfði liðinu ekki að sýna sínar bestu hliðar, en ég get ekki tekið undir það að við höfum spilað hræðilegan leik í dag eða gegn Króatíu [Ítalía jafnaði 1-1 í uppbótartíma].“ Inntur eftir svörum um framtíð sína svaraði þjálfarinn svo: „Gravina? [formaður ítalska knattspyrnusambandsins], hann hefur alltaf komið fram við mig af mikilli fagmennsku þannig að ég bíð bara eftir því að heyra frá honum.“
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira