Erlent

Út­litið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Macron lalal
Macron lalal AP/Dylan Martinez

Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun.

Á morgun verður gengið til kosninga í Frakklandi, sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði í skyndi eftir að flokkur hans hlaut helmingi færri atkvæði en Franska þjóðfylkingin í Evrópukosningum á dögunum.

Þjóðfylkingin hefur bætt við sig talsverðu fylgi í síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar. Búist er við mikilli kjörsókn í fyrri umferð kosninganna á morgun og útlitið er svart fyrir Miðjuflokk Emmanuels Macron, Frakklandsforseta.

Stjórnmálaskýrendur eru flestir sammála um að líklegustu niðurstöður verði afdrifaríkar fyrir Frakkland. Þá gæti reynst ómögulegt að mynda meirihluta eftir aðra umferð kosninganna 7. júlí.

Talsverðar líkur eru þannig á því að Jordan Bardella, forseti Þjóðfylkingarinnar verði næsti forsætisráðherra Frakklands. Jordan Bardella er 28 ára gamall maður sem hefur ekki setið í ríkisstjórn áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×