Sögulegur dagur fyrir frönsku þjóðina að baki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júní 2024 23:37 Þúsundir Parísarbúa mótmæltu frönsku Þjóðfylkingunni á lýðveldistorginu í kvöld. AP Bandalag vinstri flokka og miðjuflokkar Macrons Frakklandsforseta hvetja kjósendur til að kjósa taktískt gegn öfgahægriflokknum frönsku Þjóðfylkingunni í seinni umferð þingkosninganna sem fer fram í næstu viku. Útlit er fyrir stórsigur Þjóðfylkingarinnar ef marka má fyrstu tölur eftir fyrri umferð kosninganna. Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins. Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Eins og fram hefur komið er öfgahægriflokkurinn franska Þjóðfylkinginn með öruggt forskot á hina flokkana samkvæmt getspá sem birt var fyrr í kvöld. Flokkurinn hefur aldrei mælst sterkari. Ef hann nær að fjölga þingmönnum úr 88 í 289 og mynda þannig hreinan meirihluta verður það í fyrsta skipti í sögu Frakklands sem öfgahægriflokkur sigrar þingkosningar. Bandalag vinstri flokka er með 28 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám og bandalag miðjuflokka er með rúm tuttugu prósent. Kjörsókn var að auki sögulega há, hátt í sjötíu prósent. Marine Le Pen formaður þjóðfylkingarinnar hrósaði sigri í ræðu sem hún flutti eftir að kjörstaðir lokuðu. Hún sagði frönsku þjóðina hafa sett þjóðfylkinguna í forystu og svo gott sem þurrkað út bandalag Macrons forseta. Fólk vilji greinilega snúa blaðinu við eftir sjö ár af svívirðilegri harðstjórn Macrons. Eftir að tölur kvöldsins voru birtar kallaði Emmanuel Macron Frakklandsforseti eftir að breitt bandalag miðju- og vinstriflokka yrði myndað til að sporna gegn sigri þjóðfylkingarinnar í seinni umferð kosninganna næstu helgi. Forystufólk í flokkum miðju- og vinstribandalaganna hefur tekið undir ákall hans. Macron rauf þingið skyndilega og boðaði til kosninganna fyrr í mánuðinum eftir að hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í Evrópuþingskosningunum. Ljóst er að þetta útspil Macrons skilaði honum ekki góðum árangri. Breska ríkisútvarpið hefur haldið uppi fréttavakt um kosningarnar þar sem hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum og lesa ítarlega umfjöllun um atburði dagsins.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir „Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30 Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
„Ástæða til að hafa áhyggjur“ Franska þjóðfylkingin er stærsti flokkur Frakklands með 34 prósenta fylgi samkvæmt útgönguspám sem birtar voru fyrr í kvöld. Prófessor og sérfræðingur í málefnum Frakklands segir ástæðu til að hafa áhyggjur af því að flokkur með blendna afstöðu til mannréttinda gæti náð völdum. 30. júní 2024 19:30
Franska þjóðfylkingin leiðir samkvæmt útgönguspám Samkvæmt útgönguspám í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi leiðir Franska þjóðfylkingin með 34 prósenta fylgi. 30. júní 2024 18:09