Dagblaðið Guardian greinir frá þessu á vefsíðu sinni.
Fyrsti hluti geimflaugarinnar Tianlong-3 tók á loft fyrir slysni frá skotpallinum vegna bilunar í tengingunni milli geimflaugarinnar og skotpallsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Beijing Tianbing, sem á og rekur geimflaugina.
Í myndskeiði af atvikinu má sjá hvernig geimflaugin tekur af stað, missir kraftinn og hrapar til jarðar þar sem hún lendir að lokum á hæðóttu svæði rétt fyrir utan borgina Gongyi í Kína þar sem um 850 þúsund manns búa. Mikil sprenging varð við það að geimflaugin hrapaði til jarðar en á myndskeiðinu má sjá eldtungur teygja sig hátt upp til himins.
Wow. This is apparently what was supposed to be a STATIC FIRE TEST today of a Tianlong-3 first stage by China's Space Pioneer. That's catastrophic, not static. Firm was targeting an orbital launch in the coming months. https://t.co/BY9MgJeE7A pic.twitter.com/L6ronwLW1N
— Andrew Jones (@AJ_FI) June 30, 2024
Engan sakaði samkvæmt tilkynningu frá viðbragðsaðilum í borginni en sprengingin olli staðbundnum gróðureld í skógarkjarri á hæðinni. Viðbragðsaðilar voru fljótir að ná tökum á eldinum en búið er að ráða niðurlögum hans.
Another view here. Got to hope that there are no casualties. This is absolutely wild. And Space Pioneer has already reached orbit with Tianlong-2, so this is just staggering. https://t.co/QlQT13FNtI pic.twitter.com/F58tJhVoRJ
— Andrew Jones (@AJ_FI) June 30, 2024