Spennt fyrir menningarlífinu og náttúrunni á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 09:55 Eyjólfur og Áslaug á tímamótum. Áslaug starfaði sem stjórnmálafræðiprófessor við Bates College í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. HA Áslaug Ásgeirsdóttir er frá og með deginum í dag formlega tekin við embætti rektors Háskólans á Akureyri. „Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót. Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
„Ég er virkilega spennt fyrir komandi tímum og hlakka sérstaklega til að kynnast starfsfólki og stúdentum HA. Það er tilhlökkunarefni að halda áfram þeirri uppbyggingu sem þegar er í gangi í Háskólanum á Akureyri. Ýmis spennandi verkefni eru fram undan ásamt ýmsum áskorunum, til dæmis hvað varðar húsnæðismál og framhald viðræðna við Háskólann á Bifröst,“ segir Áslaug sem mun setjast að á Akureyri. „Ég er búin að búa lengi í lítilli borg í Maine í Bandaríkjunum og ég hlakka til að setjast að á Akureyri og kynnast mannlífinu hér. Það er mikið menningarlíf á Akureyri og í nágrenni bæjarins og svo er náttúran mjög falleg og aðgengileg.“ Eyjólfur Guðmundsson kveður nú Háskólann á Akureyri eftir farsæl tíu ár sem rektor. Saga hans við háskólann er þó mun lengri en hann starfaði við háskólann frá árinu 1999 til þar til hann tók til starfa hjá CCP sem aðalhagfræðingur árið 2007. Eyjólfur tók síðan við embætti rektors Háskólans á Akureyri 1. júlí 2014. „Háskólinn á Akureyri hefur náð fullorðinsárum sem háskóli. Doktorsnám, auknar rannsóknir og yfirfærsla þekkingar til samfélaga landsins alls verður mikilvægasta hlutverk skólans í allra nánustu framtíð og þar mun gervigreindin hafa mikil áhrif. Það er hlutverk háskólanna að undirbúa landið allt undir þá miklu byltingu sem fram undan er með innleiðingu gervigreindar á öll svið samfélagsins. Það verður því mikilvægara nú en nokkurn tímann að HA verði þungamiðja framþróunar og rannsókna, sérstaklega í samfélögum utan höfuðborgarsvæðisins,“ sagði Eyjólfur Guðmundsson í ávarpi sínu á Háskólahátíð (með aðstoð gervigreindarinnar) þegar hann horfði yfir farinn veg. „Ég þakka fyrir samstarfið á liðnum áratug og beini því til starfsfólks og stúdenta háskólans að vera hugrökk og takast á við framtíðina með bjartsýni að leiðarljósi,“ segir Eyjólfur að lokum við þessi tímamót.
Vistaskipti Akureyri Háskólar Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51 Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sætist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Aðstoðarrektor í Bandaríkjunum verður rektor Háskólans á Akureyri Háskólaráðherra hefur skipað Áslaugu Ásgeirsdóttur rektor Háskólans á Akureyri. Áslaug, sem var ein fimm umsækjenda um stöðuna, hefur verið aðstoðarrektor háskóla í Maine í Bandaríkjunum undanfarin fimm ár. 23. apríl 2024 12:51