Bellingham þóttist þá grípa um hreðjar sínar fyrir framan varamannabekkinn hjá Slóvakíu. Hann var þá nýbúinn að skora jöfnunarmark enska landsliðsins á fimmtu mínútu í uppbótatíma og bjargað sínu liði þar með frá vandræðalegu tapi.
ESPN hefur það eftir heimildarmönnum sínum hjá UEFA að þrátt fyrir rannsókn á hegðun enska landsliðsmiðjumannsins þá sé ólíklegt að Bellingham fái leikbann. Það er líklegast að enska knattspyrnusambandið fái sekt verði Bellingham dæmdur sekur.
Hinn 21 árs gamli Bellingham sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að fagnaðarlætin hefðu bara verið innanhússbrandari milli hans og vinahópsins.
Klúr fagnaðarlæti hafa lent inn á boði hjá UEFA áður. Svipaðar bendingar hjá bæði Cristiano Ronaldo og Diego Simeone í Meistaradeildinni árið 2019 enduðu með að þeir fengu tuttugu þúsund evru sekt en ekkert leikbann
Enska landsliðið mætir Sviss í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Düsseldorf á laugardaginn.