Starfsfólkið í fyrsta sæti og börnin í öðru Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 21:01 Börnin á Sólborg tóku vel á móti fréttastofunni og sungu nokkur lög, sem sjá má í innslaginu hér í fréttinni. Margrét Gígja, leikskólastjóri er til hægri. Vísir/Sigurjón Leikskólinn Sólborg í Reykjavík, sem um þessar mundir fagnar 30 ára afmæli, er eini leikskóli landsins sem hefur sérhæft sig í kennslu heyrnalausra og heyrnarskertra barna. Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla. Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla.
Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira