Ríkisstjórnin líði fyrir efnahagsástandið Heimir Már Pétursson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. júlí 2024 13:04 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fylgistap flokksins ekki góð tíðindi og tekur fram að ríkisstjórnarflokkarnir líði fyrir háa verðbólgu og vaxtastig. Hann er vongóður um að fylgi flokksins aukist næsta vetur. Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Framsóknarflokkurinn tapaði mestu fylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og mældist einungis með 6,6 prósent fylgi. Spurður hvort að það séu einungis verðbólga og vextir sem valda minnkandi fylgi flokksins segir Sigurður: „Ég veit það auðvitað ekki. Það er alltaf erfitt að vega og meta það en það hefur án efa mjög stór áhrif. Að öðru leyti erum við að gera mjög marga góða hluti í ríkisstjórninni en þetta umlykur dálítið áhyggjur fólks frá einum degi til annars.“ Þenslan á hraðri niðurleið Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn muni ekki lækka vexti í næsta mánuði en að hugsanlega hefjist vaxtalækkunarferli í október eða nóvember. Verðbólga mældist í júní í fyrsta sinn í tvö og hálft ár undir sex prósentustigum og var 5,8 prósent. Það bæti ekki stöðu ríkisstjórnarinnar en Sigurður tekur fram að það sjáist jákvæð teikn á lofti um að verðbólga þróist í rétta átt. „Við sjáum líka þegar að vaxtastigið er búið að vera svona hátt að það hefur tilhneigingu til að taka dálítinn tíma til að fara bíta. Það er augljóslega farið að bíta og þenslan er á hraðri niðurleið,“ segir hann og vonast til þess að Seðlabankinn taki tillit til þess. Ólga í samfélögum vegna stríða hafi áhrif Ekki komi til greina að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og boða til kosninga enn sem komið er. Ríkisstjórnin ætli að ljúka þeim verkefnum sem liggja fyrir. „Við sjáum líka, ekki síst í Evrópu, að stjórnvöld þar glíma við hið sama. Hluti af þessu er ekki bara efnahagsástand heldur líka þessi ólga sem er í samfélögum vegna stríðsástandi hingað og þangað og því óöryggi sem því fylgi. Ég held að öll stjórnvöld líði fyrir það og þar á meðal við.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira