Umræðan verði að vera málefnaleg Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 18:20 Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sýnir því skilning að íbúar á Völlunum spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í grenndinni. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix segir eðlilegt að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Í gær var greint frá því að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. „Það er auðvitað mjög eðlilegt að umræðan sé í gangi og við fögnum því bara,“ segir Edda Sif í samtali við Vísi. Til þess er opni hluti umhverfismatsferilsins. Við höfum alveg frá því að við kynntum verkefnið til leiks árið 2021, verið að reyna að ná upp umræðu. Við skrifuðum undir þverpólitíska viljayfirlýsingu með Hafnarfjarðarbæ, haldið reglulega íbúafundi. Öllum hefur verið boðið að taka þátt í umræðunni,“ Hún leggur áherslu á að umræðan sé málefnaleg. „Við sýnum því skilning að íbúar spyrji spurninga og við svörum þeim glöð. Þetta er ný starfsemi á þessu svæði þó við höfum rekið sambærileg kerfi á Hellisheiði í meira en tíu ár.“ Áhrif heilt yfir óveruleg Spurð út í áhyggjur íbúa um áhrif á grunnvatnsstöðu og rennsli til sjávar segir Edda Sif: „Við höfum verið í mjög umfangsmiklum rannsóknum í töluvert langan tíma, sem leggja grunninn að umhverfismatinu sem nú er til umfjöllunar. Heilt yfir eru áhrifin óveruleg eða verulega jákvæð af þessu verkefni. En það er rétt að þó áhrifin séu heilt yfir óveruleg er ákveðin óvissa og það er þess vegna sem við munum halda áfram rannsóknum og byggja verkefnið upp í áföngum. Þó hermireikningar sýni fram á einhverja sveiflu í grunnvatnsborði, þá er hún minni í langflestum tilfellumen þessi náttúrulega sveifla. Þannig það er mikilvægt að setja þetta í samhengi. Við erum með umfangsmikla vöktunaráætlun sem er kynnt samhliða umhverfisáætlun, auk aðgerða til að draga úr óvissu.“ Möguleg óvissa árið 2032 Edda Sif leggur sömuleiðis áherslu á að í fyrstu áföngunum sé ekki óvissa um áhrif á náttúru. „Þá munum við afla frekari gagna og auðvitað besta áfangana sem á eftir koma, byggt á niðurstöðum sem koma þaðan. Þessari nálgun hefur verið beitt í áratugi, þannig að óvissu sem er mögulega spáð í fjórða áfanga 2032 og í framhaldi af því, verður ekki lengur til staðar með þeim hætti sem hún er í dag vegna þess að við verðum komin með miklu betri svör löngu fyrir þann tíma,“ segir Edda Sif. Umsagnarfrestur fyrir matið er ekki liðinn. Skipulagsstofnun vinnur í framhaldinu að matinu samkvæmt ferli um mat á umhverfisáhrifum. „Við höfum allavega lagt okkur fram við að hafa gott aðgengi að upplýsingum um árabil,“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Stóriðja Stjórnsýsla Umhverfismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira