Enska liðið fékk einkatónleika frá Ed Sheeran Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2024 23:15 Ed Sheeran var meðal áhorfanda á síðasta leik enska landsliðsins á Evrópumótinu í Þýskalandi. Getty/Richard Pelham Enska landsliðið er komið áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í fótbolta eftir dramatískan sigur á Slóvökum. Þeir fengu að launum einkatónleika frá einum frægasta tónlistarmanni Englendinga. Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Ed Sheeran, sem er mikill fótboltaáhugamaður og harður stuðningsmaður Ipswich Town, mætti í bækistöð enska liðsins í Blankenhain í gær. Sheeran hafði horft á leikinn á móti Slóvökum í Gelsenkirchen en ferðast síðan til Blankenhain daginn eftir. Enska liðið er með aðstöðu á heilsuhótelinu Weimarer Land en hótelið hefur jafnframt yfir að ráða flottum golfvelli. Það fer því vel um ensku leikmennina og landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate leggur áherslu á afslappað og þægilegt umhverfi í kringum hópinn. Þjálfarinn tók líka vel í það að tónlistastjarnan myndi skemmta hans mönnum. Lærisveinar Southgate voru í léttri endurhæfingu fyrr um daginn en fengu síðan tónleika um kvöldið. Þetta er í annað skiptið sem Sheeran skemmtir ensku landsliðsmönnunum á Evrópumóti en það gerði hann líka á EM 2021. Á HM í Katar var það aftur á móti Robbie Williams sem heimsótti enska liðið. Ed Sheeran hefur selt yfir 150 milljónir platna og er einn af söluhæstu tónlistarmönnum heims. Hann á mörg af vinsælustu lögum síðasta áratugar og hefur örugglega tekið eitthvað af þeim fyrir ensku landsliðsstrákana. 🎸🏴Ed Sheeran performs private concert for England players after Slovakia winFind out more👇https://t.co/plO1WwTMix pic.twitter.com/C6NYphQCwj— The Telegraph (@Telegraph) July 2, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira