„Finnst mega vernda leikmenn meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2024 20:58 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, segir að dómarar megi gera meira til að vernda leikmenn. Vísir/Diego Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur í Bestu-deild kvenna, segir erfitt að kyngja 1-0 tapi síns liðs gegn Stjörnunni í kvöld. „Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
„Mjög erfitt. En svona er fótboltinn. Það er hægt að skapa öll heimsins færi eins og við gerðum í kvöld, en ef maður nýtir þau ekki þá mun það bíta þig í rassinn,“ sagði Glenn í viðtali eftir leik. „Eins og ég sá þetta vorum við eina liðið á vellinum að skapa öll þessi færi og það er erfitt að kyngja þessu.“ Hann segir leikmenn hafa skort ró til að klára færin. „Okkur vantaði að vera rólegar í færunum. Mér fannst við vera að koma okkur í góð færi og í góðar stöður þar sem við vorum að nýta okkur það þegar varnarmenn Stjörnunnar voru komnir úr stöðum. En þegar við vorum komin í þessar stöður þurftum við að vera rólegri til að klára færin.“ Keflavíkurliðið kom boltanum þó einu sinni í netið, en markið var dæmt af vegna þess að Erin Mcleod, markvörður Stjörnunnar, var með hönd á boltanum þegar Saorla Miller hrifsaði hann af henni. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá sá ég þetta ekki nógu vel. Ég sá þegar Erin varði, en ég sá ekki almennilega hvað gerðist eftir það. Ég þarf að skoða það betur.“ Kallar eftir vernd Hann nýtti þó einnig tækifærið og sendi dómarateymi leiksins smá pillu. „En ég verð að segja að það var brotið mjög oft á okkar lykilleikmönnum. Gróf brot sem fengu að viðgangast. Einn sóknarmaðurinn okkar sem var að búa til vandræði fyrir Stjörnuna er stokkbólgin á öðrum ökklanum og við gátum varla notað hana í seinni hálfleik. Þannig ef við horfum á leikinn út frá því finnst mér mega vernda leikmenn meira.“ „Leikmenn vita hvaða leikmenn eru hættulegir í liðunum sem þeir eru að spila á móti. Einn leikmaður brýtur hérna og annar þarna þannig þetta er kannski ekki alltaf sami leikmaðurinn sem er að brjóta af sér. En ef það er alltaf verið að brjóta á sama leikmanninum þá verður að koma sá tímapunktur að dómarinn fari að veifa spjöldum.“ Keflavík mætir Fylki í botnbaráttuslag í næstu umferð og Glenn var ekkert að fjölyrða um mikilvægi þess leiks. „Það er bara leikur sem við verðum að vinna,“ sagði Glenn að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira