Pabbinn svekktur eftir að Klay valdi Mavericks yfir Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 09:00 Feðgarnir Mychal Thompson og Klay Thompson á góðri stundu. Getty/Charley Gallay Klay Thompson olli föður sínum vonbrigðum þegar hann valdi frekar að semja við Dallas Mavericks í staðinn fyrir að fara í Los Angeles Lakers. Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024 NBA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Það var ljóst að Thompson myndi ekki spila áfram með liði Golden State Warriors og fyrrnefnd tvö lið höfðu mestan áhuga á því að fá þessa öflugu skyttu til sín fyrir næsta tímabil í NBA deildinni í körfubolta. Thompson ákvað að taka þriggja ára samningstilboði frá Dallas sem skilar honum fimmtíu milljónum Bandaríkjadala eða tæpum sjö milljörðum. Mychal Thompson, father of Klay Thompson & a 2x NBA champion with the Los Angeles Lakers, says he was disappointed that his son didn’t sign with the Lakers: “I’m not feeling too much in a congratulatory mood. I was hoping & praying that he’d finish his career with the Lakers.”… pic.twitter.com/qSBWJ7eMvb— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) July 2, 2024 „Ég er ekkert svo ánægður akkúrat núna,“ sagði Mychal Thompson, faðir Klay, í útvarpsviðtali á SiriusXM NBA Radio. Hann vildi sjá son sinn spila með Lakers alveg eins og hann gerði sjálfur í fjögur ár. Mychal lék nefnilega sjálfur með Los Angeles Lakers undir lok níunda áratugarins og varð NBA meistari með liðinu 1987 og 1988. Hann kom til Lakers frá San Antonio Spurs í skiptum fyrir Pétur Guðmundsson í febrúar 1987. „Þetta er auðvitað ákvörðun sem Klay tekur sjálfur. Þetta er hans líf,“ sagði Thompson. „Hann er fullorðinn maður, orðinn 34 ára gamall. Feður okkar gefa okkur ráð en við veljum okkar eigin leið og það er í lagi. Um það snýst lífið,“ sagði Thompson. „Ég er samt virkilega svekktur. Ég var að vonast eftir því að hann færi í Lakers. Hann var líka nálægt því að fara þangað. Þetta var á endanum val á milli Lakers og Mavs og Mavs vann. Ég var samt að vona og biðja fyrir því að hann myndi enda ferilinn með Lakers,“ sagði Thompson. Klay Thompson gat fengið betri samning hjá öðrum félögum en er sagður hafa valið Dallas Mavericks til að eiga meiri möguleika á að vinna sinn fimmta NBA titil sem og að skattarnir í Texas fylki eru mjög hagstæðir. "I'm not feeling too much in a congratulatory mood."Mychal Thompson had hopes that his son, Klay Thompson, would join the Lakers.@champagnennuts | @TheFrankIsola | @Scalabrine pic.twitter.com/8TH9bV3Ktw— SiriusXM NBA Radio (@SiriusXMNBA) July 2, 2024
NBA Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira