„Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 11:00 Hilmar Smári er leikstjórnandi og landsliðsmaður sem lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. vísir / einar Hilmar Smári Henningsson mun leika með Stjörnunni í Subway-deild karla á næsta tímabili. Hann er spenntur fyrir vetrinum og telur að Stjarnan geti unnið alla titla sem í boði eru. Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali. Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali.
Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum