Fótbolti

Segir að varnar­menn geri í buxurnar þegar Gakpo fer á ferðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cody Gakpo skorar fyrsta mark Hollands gegn Rúmeníu.
Cody Gakpo skorar fyrsta mark Hollands gegn Rúmeníu. getty/Simon Stacpoole

Cody Gakpo, leikmaður Liverpool, fékk ansi sérstakt hrós eftir sigur Hollands á Rúmeníu, 0-3, í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í Þýskalandi.

Gakpo skoraði fyrsta mark Hollands í leiknum í München í gær og lagði upp annað mark leiksins upp fyrir Donyell Malen.

Gakpo hefur spilað vel á EM og er markahæstur á mótinu ásamt Slóvakanum Ivan Schranz, Þjóðverjanum Jamal Musiala og Georgíumanninum Georges Mikautadze. Þeir hafa allir skorað þrjú mörk.

Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmaður Hollands, hrósaði Gakpo á fremur undarlegan hátt eftir sigurinn á Rúmeníu.

„Það eru ekki margir leikmenn sem geta fengið boltann og látið varnarmennina gera í buxurnar. Gakpo er einn af þeim,“ sagði Van Der Vaart.

Gapko og félagar í hollenska liðinu mæta því tyrkneska í átta liða úrslitum á EM á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×