Leggja til íbúakosningu vegna framkvæmda Carbfix Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 07:30 Jón Ingi treystir íbúum til að taka rétta ákvörðun í málinu sem varðar framkvæmdir Carfix. Sigla á með koltvísýring á fljótandi formi frá Norður-Evrópu til hafnar í Straumsvík. vísir Viðreisn hyggst leggja fram tillögu innan bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, þar sem flokkurinn er í minnihluta, að íbúakosning fari fram um leyfi Carbfix til þess að koma upp aðstöðu fyrir loftslagsverkefnið Coda Terminal. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“ Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði, skrifar. Töluverð umræða hefur skapast um framkvæmdina. Greint var frá því í vikunni að rúmlega 4500 íbúar í Hafnarfirði hafi skrifað undir undirskriftalista þar sem staðsetningu borteiga Carbfix, sunnan við álverið í Straumsvík, er mótmælt. Í lýsingu listans á island.is segir að óvissa ríki um árangur og afleiðingar verkefnisins á íbúa í bænum og náttúrufar. Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix sagði í samtali við Vísi að eðlilegt væri að íbúar spyrji spurninga um verkefni fyrirtækisins í Straumsvík. Umræðan verði hins vegar að vera málefnaleg. Sagði hún enga óvissu um áhrif á náttúru í fyrstu áföngum og að í síðari áföngum, þegar fyrirhugað er að bora nær byggð, verði óvissu eytt með reynslu af fyrri áföngum. Carbfix skrifaði undir þverpólitíska viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir þremur árum þegar verkefnið var kynnt til leiks. Treystir bæjarbúum Í hinni aðsendu grein segir Jón Hákon að forsendur verkefnisins séu þær að unnið sé í sátt við náttúru og samfélag. „Ljóst er að töluverðrar óánægju gætir með áformin hjá fjölda bæjarbúa og ljóst að ekki verður farið af stað nema að góð sátt og traust ríki hjá bæjarbúum vegna verkefnisins. Viðreisn mun því leggja það til, er bæjarstjórn kemur aftur saman eftir sumarfrí, að málið fari í íbúakosningu. Málið er vaxið með þeim hætti að sátt verði aldrei náð nema með aðkomu bæjarbúa. Málið er að margan hátt kjörið til að fara með í íbúakosningu. Málið er afmarkað og skýrt.“ Hann bætir við að opin og gagnsæ stjórnsýsla sé eitt af baráttumálum Viðreisnar ásamt öflugu íbúalýðræði. „Viðreisn treystir bæjarbúum til að komast að góðri niðurstöðu í þessu máli.“
Loftslagsmál Hafnarfjörður Umhverfismál Stóriðja Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira