Foden finnur til með Southgate Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2024 07:36 Phil Foden er einn af þeim leikmönnum sem hafa ekki náð að sýna það sama með enska landsliðnu á EM og við þekkjum til þeirra með félagsliðunum þeirra. Getty/Richard Pelham Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, segir að leikmenn liðsins verði líka að líta í eigin barm þegar kemur að slakri frammistöðu liðsins á Evrópumótinu. Hann vorkennir landsliðsþjálfaranum Gareth Southgate sem hefur mátt þola mikla gagnrýni. Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira
Enska liðið er vissulega komið í átta liða úrslit keppninnar en leikur liðsins hefur ekki hrifið marga. Liðið var á leiðinni úr keppni þegar Jude Bellingham jafnaði metin í uppbótatíma á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitunum. Harry Kane skoraði síðan sigurmarkið í framlengingunni og enska liðið slapp með skrekkinn. Southgate hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna lélegrar frammistöðu liðsins, bæði vegna leikstíls og hvaða leikmenn fá að spila og hverjir ekki. Hundleiðinlegur og ragur leikstíll er vissulega gagnrýnisverður. „Leikmennirnir verða líka að taka á sig eitthvað af sökinni,“ sagði Phil Foden á blaðamannafundi fyrir leikinn við Sviss í átta liða úrslitunum. „Leiðtogar liðsins verða að koma saman og reyna að finna lausnina á því af hverju þetta er ekki að ganga hjá okkur,“ sagði Foden. „Það er bara ákveðið mikið sem þjálfarinn getur gert. Hann setur upp leikkerfið og segir þér hvernig á að pressa. Ef það gengur ekki upp þá verður þú að finna lausnina inn á vellinum,“ sagði Foden. Flestir telja að Southgate sé að skipa liðinu að vera svona aftarlega en það er ekki svo. „Á æfingum hefur hann verið að segja okkur að pressa og vera framar á vellinum en mér finnst þetta stundum vera bara undir leikmönnum sjálfum komið,“ sagði Foden. „Við verðum að sýna að við séum leiðtogar. Við hefðum þurft að ná betur saman inn á vellinum og finna lausnir,“ sagði Foden. Phil Foden says it's time for the England players to step up.#Euro2024 #BBCEuros pic.twitter.com/AxQd74vtBN— BBC Sport (@BBCSport) July 3, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sjá meira