Stöðug fjölgun tilfella þar sem eggvopnum er beitt Lovísa Arnardóttir skrifar 5. júlí 2024 06:22 Skotvopn sem lögreglan hefur lagt hald á síðustu ár. Bjarni Einarsson Líklegast er að egg- eða stunguvopnum sé beitt í þeim útköllum þar sem sérsveit er kölluð til vegna vopnaðs einstaklings. Á síðasta ári var eggvopnum beitt í 361 skipti eða 69 prósent tilfella og 64 prósent árið áður. Þá voru tilkynningar 274. Hlutfallið hefur verið stöðugt hækkandi frá árinu 2017 þegar það var 56 prósent. Þetta kemur fram í svari til fréttastofu frá embætti ríkislögreglustjóra um útköll sérsveitar. Þar kemur einnig fram að nokkuð algengt sé að sérsveit sé kölluð til þegar fólk beitir skotvopnum. Í fyrra voru 87 útköll þar sem tilkynnt var um skotvopn á vettvangi. Það eru nærri jafn mörg tilfelli og árið 2022 þegar þau voru 91 og 2021 þegar þau voru 87. Fyrir það voru þau aðeins færri eða í kringum 60. Af öllum útköllum þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling var tilkynnt um skotvopn í 17 prósent tilfella í fyrra, sem er fækkun tilfella frá árinu áður þegar hlutfallið var 21 prósent. Það var 27 prósent árið 2017, sem er hæsta hlutfallið síðustu sjö ár, en þá voru tilfellin 51. Notkun annarra vopna virðist hafa aukist á sama tímabili en tilkynnt var um önnur vopn í 79 tilfella í fyrra sem er þó töluverð fækkun frá til dæmis árinu 2021 þegar tilfellin voru 134. Hlutfallslega var tilkynnt um önnur vopn í fimm prósent tilfella þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling sem er svipað hlutfall og árin áður. Hæst var hlutfallið árið 2017 þegar það var 11 prósent. Þá voru tilfellin 34. Ekki alltaf vopnaðir einstaklingar Útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu ár. Nýlega var greint frá því að alls hefði sérsveit í fyrra farið í 461 vopnuð útköll. Þar var aðeins um að ræða útköll þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling. Útköll sveitarinnar voru þó fleiri því sveitin sinnir einnig útköllum þar sem er um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir. Frá árinu 2021 hafa sérsveitarmenn alltaf verið vopnaðir. Í einu útkalli getur verið að einn maður sé að beita fleiri en einu vopni. Því fara ekki saman fjöldi tilkynninga og fjöldi vopna. Útköll sérsveitar í fyrra voru þannig í heildina í fyrra 644 en af þeim voru 461 þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling. Almennt hefur tilkynningum til sérsveitarinnar, sama hvort þau eru vegna vopnaðs einstaklings eða ekki, fjölgað mikið síðustu ár miðað við tölur frá embætti ríkislögreglustjóra. Í svari til fréttastofu er farið nánar út í tegund vopna en þar kemur til dæmis fram að í 69 prósent tilfella er um eggvopn að ræða, 17 prósent tilfella skotvopn, sjö prósent tilfella barefli og fimm prósent tilfella önnur vopn. Þá er í eitt prósent tilfella tilkynnt um eldvopn eða hluti sem geta framkallað eld og úðavopn í annað eitt prósent tilfella. Flest útköll á höfuðborgarsvæði, Suðvesturlandi og Norðurlandi eystra Meirihluti verkefna, eða 77 prósent, voru vegna útkalla á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Árið á undan, 2022, var hlutfallið töluvert hærra eða 86 prósent og enn hærra árið áður, 2021, eða 90 prósent. Tilfellum þar sem sérsveit sinnti verkefnum utan höfuðborgarsvæðisins hefur því fjölgað. Fram kom í frétt fyrr á árinu að lögreglan á Íslandi fór á síðasta ári í 180 útköll þar sem hún þurfti að vopnast. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er líklegt að sérsveit hafi verið viðstödd í einhverjum þeirra, en ekki öllum. Sérsveitin er starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Þar eru fastráðnir tveir sérsveitarmenn. Ólíklegt er að sérsveitin myndi ná í útköll sem eru á til dæmis Austurlandi. Langflest tilfelli þar sem almenn lögregla vopnaðist var á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra og því líklegt að sérsveit hafi verið með í flestum útköllum þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast. Skotvopn Tengdar fréttir Fimm ár fyrir tilraun til manndráps á aðfangadag Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. 27. júní 2024 14:52 Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. 27. júní 2024 06:13 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel. 22. júní 2024 07:40 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hlutfallið hefur verið stöðugt hækkandi frá árinu 2017 þegar það var 56 prósent. Þetta kemur fram í svari til fréttastofu frá embætti ríkislögreglustjóra um útköll sérsveitar. Þar kemur einnig fram að nokkuð algengt sé að sérsveit sé kölluð til þegar fólk beitir skotvopnum. Í fyrra voru 87 útköll þar sem tilkynnt var um skotvopn á vettvangi. Það eru nærri jafn mörg tilfelli og árið 2022 þegar þau voru 91 og 2021 þegar þau voru 87. Fyrir það voru þau aðeins færri eða í kringum 60. Af öllum útköllum þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling var tilkynnt um skotvopn í 17 prósent tilfella í fyrra, sem er fækkun tilfella frá árinu áður þegar hlutfallið var 21 prósent. Það var 27 prósent árið 2017, sem er hæsta hlutfallið síðustu sjö ár, en þá voru tilfellin 51. Notkun annarra vopna virðist hafa aukist á sama tímabili en tilkynnt var um önnur vopn í 79 tilfella í fyrra sem er þó töluverð fækkun frá til dæmis árinu 2021 þegar tilfellin voru 134. Hlutfallslega var tilkynnt um önnur vopn í fimm prósent tilfella þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling sem er svipað hlutfall og árin áður. Hæst var hlutfallið árið 2017 þegar það var 11 prósent. Þá voru tilfellin 34. Ekki alltaf vopnaðir einstaklingar Útköllum sérsveitar ríkislögreglustjóra hefur fjölgað mikið síðustu ár. Nýlega var greint frá því að alls hefði sérsveit í fyrra farið í 461 vopnuð útköll. Þar var aðeins um að ræða útköll þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling. Útköll sveitarinnar voru þó fleiri því sveitin sinnir einnig útköllum þar sem er um að ræða sérstaklega hættulega brotamenn eða alvarlegar hótanir. Frá árinu 2021 hafa sérsveitarmenn alltaf verið vopnaðir. Í einu útkalli getur verið að einn maður sé að beita fleiri en einu vopni. Því fara ekki saman fjöldi tilkynninga og fjöldi vopna. Útköll sérsveitar í fyrra voru þannig í heildina í fyrra 644 en af þeim voru 461 þar sem tilkynnt var um vopnaðan einstakling. Almennt hefur tilkynningum til sérsveitarinnar, sama hvort þau eru vegna vopnaðs einstaklings eða ekki, fjölgað mikið síðustu ár miðað við tölur frá embætti ríkislögreglustjóra. Í svari til fréttastofu er farið nánar út í tegund vopna en þar kemur til dæmis fram að í 69 prósent tilfella er um eggvopn að ræða, 17 prósent tilfella skotvopn, sjö prósent tilfella barefli og fimm prósent tilfella önnur vopn. Þá er í eitt prósent tilfella tilkynnt um eldvopn eða hluti sem geta framkallað eld og úðavopn í annað eitt prósent tilfella. Flest útköll á höfuðborgarsvæði, Suðvesturlandi og Norðurlandi eystra Meirihluti verkefna, eða 77 prósent, voru vegna útkalla á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Árið á undan, 2022, var hlutfallið töluvert hærra eða 86 prósent og enn hærra árið áður, 2021, eða 90 prósent. Tilfellum þar sem sérsveit sinnti verkefnum utan höfuðborgarsvæðisins hefur því fjölgað. Fram kom í frétt fyrr á árinu að lögreglan á Íslandi fór á síðasta ári í 180 útköll þar sem hún þurfti að vopnast. Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra er líklegt að sérsveit hafi verið viðstödd í einhverjum þeirra, en ekki öllum. Sérsveitin er starfandi á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra. Þar eru fastráðnir tveir sérsveitarmenn. Ólíklegt er að sérsveitin myndi ná í útköll sem eru á til dæmis Austurlandi. Langflest tilfelli þar sem almenn lögregla vopnaðist var á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Suðurlandi og Norðurlandi eystra og því líklegt að sérsveit hafi verið með í flestum útköllum þar sem almenn lögregla þurfti að vopnast.
Skotvopn Tengdar fréttir Fimm ár fyrir tilraun til manndráps á aðfangadag Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. 27. júní 2024 14:52 Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. 27. júní 2024 06:13 Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43 Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52 Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel. 22. júní 2024 07:40 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Fimm ár fyrir tilraun til manndráps á aðfangadag Ásgeir Þór Önnuson hlaut í dag fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps með skotárás á heimili í Hafnarfirði síðastliðið aðfangadagskvöld. Hann braust grímuklæddur inn á heimili í Hafnarfirði, og skaut sex skotum úr skammbyssu í átt að níu ára stúlku og föður hennar. 27. júní 2024 14:52
Fimm í fangageymslu í nótt Ekið var á gangandi vegfaranda í miðbænum í nótt og ekið í burtu. Ökumaðurinn var handtekinn síðar af lögreglu og vistaður í fangageymslu. Fjórir aðrir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar. 27. júní 2024 06:13
Handtóku á þriðja tug manna og lögðu hald á 40 milljónir króna og fjölda skotvopna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á samtals rúmlega sex kíló af kókaíni og amfetamíni í umfangsmiklu máli sem hefur verið til rannsóknar hjá embættinu um nokkurt skeið. Lögregla lagði einnig hald á 40 milljónir króna í reiðufé, fjölda skotvopna og peningatalningavélar. 25. júní 2024 10:43
Árásarmaðurinn beitti stunguvopni á háls og maga Maðurinn sem var handtekinn af lögreglunni grunaður um alvarlega líkamsárás gegn tveimur í Kópavogi í gærkvöldi beitti stunguvopni og hæfði mennina í bæði háls og maga. Þeir særðu eru ekki í lífshættu en hlutu alvarlega áverka vegna árásarinnar. 22. júní 2024 10:52
Einn handtekinn vegna alvarlegrar líkamsárásar með vopn Um klukkan 22.33 barst lögreglu tilkynning um alvarlega líkamsárás í Kópavogi og að vopni hafi verið beitt. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að mikill viðbúnaður hafi vegna þess verið á vettvangi. Við slíkar aðstæður er sérsveit einnig kölluð út. Í dagbók segir að gerandi hafi verið handtekinn skammt frá vettvangi og að rannsókn málsins miði vel. 22. júní 2024 07:40