Spánverjar hafa aldrei unnið heimaþjóð þegar allt er undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2024 13:01 Nico Williams fagnar marki spænska landsliðsins í sextán liða úrslitunum. Nú reynir á Spánverjana á móti gestgjöfum Þjóðverja. Getty/Alex Grimm Spænska fótboltalandsliðið hefur spilað vel á Evrópumótinu í Þýskalandi en nú bíður liðsins afar krefjandi verkefni og múr sem landslið Spánverja hefur aldrei komist í gegnum. Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Spánverjar mæta gestgjöfum Þjóðverja í átta liða úrslitum EM klukkan 16.00 í dag. Spænska karlalandsliðið í fótbolta hefur aldrei unnið leik upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á stórmóti. Hér erum við að tala um úrslitaleik í riðlakeppni eða leik í útsláttarkeppni á HM eða EM. Þetta eru líka orðin níu skipti allt frá HM 1934 til HM 2018. Síðast mættu Spánverjar gestgjöfum á HM í Rússlandi 2018. Sá leikur var í sextán liða úrslitunum. Rússarnir unnu 4-3 í vítakeppni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Síðasti leikur Spánverja upp á líf eða dauða á móti heimaþjóð á Evrópumóti var á móti Portúgal á EM 2004. Þetta var lokaleikur þjóðanna í riðlinum og hreinn úrslitaleikur um sæti í átta liða úrslitum. Portúgal vann leikinn 1-0 á marki Nuno Gomes. Á EM í Englandi 1996 töpuðu Spánverjar í vítakeppni á móti Englendingum í átta liða úrslitum. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en England vann vítakeppnina 4-2. Þá er frægur leikur frá HM í Suður-Kóreu 2002 þegar spænska liðið tapaði í vítakeppni á móti Kóreumönnum. Spánverjar skoruðu tvö mörk í þessu markalausa jafntefli en þau voru dæmd af sem var mjög umdeild. Á EM 1984 tapaði spænska landsliðið á móti Frökkum í úrslitaleik eftir að markvörður liðsins missti aukaspyrnu Michel Platini undir sig. Það verður því athyglisvert að sjá hvernig fer hjá Spánverjunum í dag. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira