Man. Utd bannað að kaupa varnarmann en leyft að spila Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 23:00 Manchester United spilar í Evrópudeildinni á komandi leiktíð eftir að hafa unnið enska bikarinn í vor. Getty/Eddie Keogh Fjármálaráð UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, hefur ákveðið að leyfa bæði Manchester United og Manchester City að taka þátt í Evrópukeppnum á næstu leiktíð, en bannað United að kaupa eftirsóttan varnarmann frá Nice. Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina. Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Óvissa um stöðu City og United stafaði af því að UEFA leyfir ekki að fleiri en eitt félag sama eiganda geti tekið þátt í sömu keppni. Fótboltarekstur United er nú í höndum Ineos sem á einnig franska félagið Nice, og eigendur City eiga einnig spænska félagið Girona. BREAKING: UEFA confirms Man Utd and Man City can play in same European competitions as sister clubs (Nice and Girona respectively) next season after "significant changes" to investments.(as reported on @TimesSport at start of June..) pic.twitter.com/Keex2rJL1U— Martyn Ziegler (@martynziegler) July 5, 2024 Fjármálaráð UEFA tilkynnti í dag að „umtalsverðar breytingar“ hefðu verið gerðar hjá Girona og Nice sem að „sannarlega heftu áhrif og ákvarðanavald eigenda“, eftir því sem fram kemur á vef BBC. Þá hafa hlutabréf verið færð af óháðum vörsluaðila í sjóð sem er undir eftirliti UEFA. Til þess að sanna að United og City væru óháð Nice og Girona þurftu eigendurnir einnig að samþykkja að leikmenn færu ekki á milli félaganna frá júlí 2024 til september 2025. Þetta þýðir að United getur ekki keypt franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo frá Nice, en hann er metinn á 40 milljónir punda. City fær hins vegar brasilíska kantmanninn Savio eins og til stóð. Hann var að láni frá Troyes til Girona en lánssamningurinn rann út 30. júní. City mun spila í Meistaradeild Evrópu fjórtánda árið í röð en Girona tekur í fyrsta sinn þátt í keppninni eftir að hafa náð 3. sæti í spænsku deildinni á síðustu leiktíð. United og Nice spila hins vegar í Evrópudeildinni eftir að Nice endaði í 5. sæti frönsku deildarinnar og United vann ensku bikarkeppnina.
Enski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira