Enski boltinn

Jóhann Berg á­fram hjá Burnl­ey

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jóhann Berg lék á miðri miðju Íslands þegar liðið mætti Hollandi í því sem var hans 93. A-landsleikur.
Jóhann Berg lék á miðri miðju Íslands þegar liðið mætti Hollandi í því sem var hans 93. A-landsleikur. Marcel ter Bals/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við enska knattspyrnufélagið Burnley.

Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og rann í kjölfarið samningur Jóhanns út. Nú hefur félagið staðfest að miðjumaðurinn öflugi hafi skrifað undir nýjan samning.

Hinn 33 ára gamli Jóhann Berg segir í viðtali á vefsíðu Burnley að hann vilji hjálpa liðinu að komast aftur upp í deild þeirra bestu.

Jóhann Berg gekk í raðir Burnley árið 2016. Alls hefur hann spilað 227 leiki fyrir félagið, skorað 14 mörk og gefið 30 stoðsendingar. Þá hefur hann spilað 93 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 8 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×