Mikil uppbygging framundan á Borg í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. júlí 2024 20:05 Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps, sem bindur miklar vonir við nýja íbúðahverfið á Borg og alla uppbygginguna á svæðinu sem framundan er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heitasti reiturinn á Suðurlandi hvað varðar uppbyggingu nýrrar íbúðabyggðar í dag er á Borg í Grímsnesi en þar er búið að skipuleggja stóra nýja íbúðabyggð fyrir 220 íbúðir, auk nokkurra stórra lóða undir verslun og þjónustu. Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Það má með sanni segja að það sé allt að gerast á Borg í Grímsnesi í Grímsnes- og Grafningshreppi því þar eru hafnar miklar gatnagerðarframkvæmdir vegna nýju íbúðabyggðarinnar, sem verður glæsileg í alla staði gangi allt eftir. Nöfnin á nýju götunum verða Miðtún, Lækjartún og Borgartún. „Og þar er gert ráð fyrir íbúðum, allt að 57 íbúðum að öllum stærðum og gerðum. Allar tegundir húsa, fjölbýlishús, einbýlishús, raðhús og parhús, eitthvað fyrir alla,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Nýja hverfið er rétt við Biskupstungnabrautina, sem er hluti af Gullna hringnum en þar fara að meðaltali um 2.500 bílar á dag fram hjá Borg og í sveitarfélaginu eru 3.300 sumarhús, „Við ákváðum bara að ríða á vaðið í þessu. Það er skylda okkar að skaffa lóðir og við viljum ekki skauta fram hjá því. Þetta er svo frábær staðsetning. Við erum 50 til 60 mínútur til Reykjavíkur og svona 20 mínútur á Selfoss,” segir Iða Marsibil. Iða sveitarstjóri segir að síminn stoppi ekki á skrifstofu sveitarfélagsins vegna nýju uppbyggingarinnar, fólk vill fá að vita meira um hverfið og fá allar helstu upplýsingar um það.Aðsend En er allt klárt fyrir svona mikla uppbyggingu? „Já, við viljum taka það skýrt fram að við erum skynsöm í þessu og þess vegna áfangaskiptum við þessu svæði hér, íbúðasvæðinu. Það er í rauninni komið rammaskipulag upp, sem getur farið undir 220 íbúðir af ýmsu tagi en við byrjum hér á 57 íbúðum og erum svo tilbúin að halda áfram í gatnagerðinni ef að þetta verður vinsælt,” segir sveitarstjórinn enn fremur. Nýja hverfið verður allt hið glæsilegasta ef öll áform sveitarfélagsins ganga eftir.Aðsend Verslun og Þjónusta verður hluti af nýja hverfinu eins og Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu sýnir. „Hér er sem sagt bensínstöð eða verslun og hraðhleðsla, sem á að geta tekið rútur, trukka og venjulega bíla, þannig að þarna verði bara allt til alls, einhver Þjónusta fyrir fólkið hérna en það er ótrúlega mikið af fólki, mörg þúsund manns allar helgar og umferðin hérna tvöfalt meiri en hjá Staðarskála hérna fram hjá,” segir Ragnar. Ragnar Guðmundsson, umsjónarmaður framkvæmda og veitna hjá sveitarfélaginu á mikinn heiður af allri vinnu og skipulagningu vegna nýju framkvæmdanna á Borg.Magnús Hlynur Hreiðarsson En af hverju ætti fólk að flytja í nýja hverfið á Borg? „Það er bara gott að vera hérna svolítið út af fyrir sig, endilega kynnið ykkur málið,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Kort af svæðinu.Aðsend Heimasíða verkefnisins
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira