Giannis á leið á sína fyrstu Ólympíuleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 06:31 Giannis Antetokounmpo fær loksins að upplifa það að spila á Ólympíuleikunum en Grikkir komust þangað í fyrsta sinn í sextán ár. EPA-EFE/GEORGIA PANAGOPOULOU Grikkland, Brasilía, Spánn og Púertó Ríkó voru síðustu fjórar þjóðirnar til að tryggja sér sæti í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira
Gríska stórstjarnan Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði í öruggum 80-69 sigri á Króatíu í hreinum úrslitaleik um Ólympíusætið. Giannis skoraði 23 stig en í leiknum á undan enduðu Grikkir Ólympíudraum Luka Doncic og félaga í slóvenska landsliðinu. Georgios Papagiannis var með 19 stig í þessum leik og Nick Calathes skoraði 14 stig og gaf 11 stoðsendingar. Þetta er í fyrsta sinn frá á Ólympíuleikunum í Peking 2008 þar sem Grikkir fá að vera með í körfuboltakeppni karla. Gríska liðið spilar í A-riðli á ÓL í París með Ástralíu, Kanada og Spáni. Þetta skipti Giannis mjög miklu máli en kappinn var í tilfinningalegu uppnámi eftir að úrslitin voru ljós eins og sjá má hér fyrir neðan. Giannis emotional after qualifying for Olympics 🥹💙He leads Greece to their first Olympics since 2008 🇬🇷(via @FIBA)pic.twitter.com/eM31ZxPoL2— Bleacher Report (@BleacherReport) July 7, 2024 Spánverjar tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 86-78 sigri í hörkuleik á móti Bahamaeyjum. Lorenzo Brown var stigahæstur hjá Spáni með 18 stig og Willy Hernangomez skoraði 15 stig. Hjá Bahamaeyjum voru NBA leikmennirnir Buddy Hield (19 stig), Deandre Ayton (17 stig og 14 fráköst) og Eric Gordon (15 stig) atkvæðamestir. Brasilíumenn tryggðu sér sitt Ólympíusæti með 94-69 sigri á Lettlandi í úrslitaleik í undanriðlinum sem var spilaður á heimavelli Letta. Brasilíumenn fóru á 19-0 sprett í lok fyrsta leikhluta til að taka yfir leikinn. Giannis and Greece dominated Luka and Slovenia 96-68 to move to the final round of the Olympic Qualifying Tournament 👀🔥Slovenia will NOT be in the 2024 Olympics pic.twitter.com/Qhi8sEMLfu— Bleacher Report (@BleacherReport) July 6, 2024 Bruno Caboclo var atkvæðamestur Brassana með 21 stig og Leo Meind skoraði 20 stig. Brasilíumenn verða í B-riðli með Frökkum, Þjóðverjum og Japan. Púertó Ríkó vann 79-68 sigur á Litháen og varð tólfta og síðasta liðið til að komast á Ólympíuleikana. Jose Alvarado, sem spilar með New Orleans Pelicans var stigahæstur með 23 stig en Tremont Waters skoraði 18 stig. Púertó Ríkó spilar í C-riðli með Bandaríkjunum, Serbíu og Suður-Súdan.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Sjá meira