Hélt að hann myndi aldrei vinna aftur: „Ég get ekki hætt að gráta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2024 16:01 Lewis Hamilton þurfti að bíða í tvö ár, sjö mánuði og tvo daga eftir sigri. Kym Illman/Getty Images Lewis Hamilton, sigursælasti ökuþór Formúlu 1 frá upphafi, gat ekki haldið aftur af tárunum eftir að hann tryggði sér sigur á Silverstone-brautinni í breska kappakstrinum í gær. Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þetta var fyrsti brautarsigur Hamiltons síðan í desember árið 2021, en sjöfaldi heimsmeistarinn var að vinna sína 104. keppni á ferlinum. Hann er sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir í sögunni og ásamt Michael Schumacher er hann sá ökuþór sem hefur oftast orðið heimsmeistari. Eftir rúmlega tveggja ára og sjö mánaða bið eftir sigri var það því tilfinningarík stund þegar hann kom fyrstur í mark í sinni heimakeppni á Silverstone-brautinni. Með sigrinum bætti hann einnig met og er nú orðinn sá ökuþór sem hefur unnið flestar keppnir á sömu brautinni, en þetta var hans níundi sigur á Silverstone. „Ég get ekki hætt að gráta,“ sagði Hamilton er hann steig upp úr Mercedes-bílnum eftir sigurinn. „Ég hef líklega aldrei upplifað jafn tilfinningaríkan endi á kappakstri.“ „Erfiðleikarnir sem við sem lið og ég persónulega höfum gengið í gegnum. Þessi stanslausa áskorun sem við göngum öll í gegnum að koma okkur fram úr rúminu og gera okkar besta. Við lifum á tíma þar sem andleg heilsa er alvarlegt vandamál og ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi ekki þurft að ganga í gegnum þannig erfiðleika.“ Lewis on the top step of the podium. I can't stop crying 😭🥰😭🥰😭🥰#BritishGP 🇬🇧pic.twitter.com/0ILdQNBGUb— Hamilton Insights (@LH44_insights) July 7, 2024 „Það er svo oft sem að þér finnst þitt besta ekki vera nóg og það eru ótrúleg vonbrigði sem fylgja því.“ „Það hafa klárlega verið augnablik frá því ég vann síðast árið 2021 þar sem mér fannst ég ekki nógu góður. Þar sem mér leið eins og ég myndi aldrei ná að vinna aftur. Ég hef aldrei áður grátið eftir sigur. Þetta kom bara. Þetta er mögnuð tilfinning og ég er þakklátur fyrir hana.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira