Náttúran hafi sterkt umboð í samfélaginu og þurfi ekki umboðsmann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 15:27 Guðlaugur Þór telur að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sér ekki ástæðu til þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns náttúrunnar, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Valgerðar Árnadóttur, varaþingmanns Pírata. „Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd. Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd.
Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37