Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 12:01 Luke Shaw fagnar sigri enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Matt McNulty Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld. Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, valdi Shaw í EM-hópinn þrátt fyrir að hann var meiddur. Shaw er eini vinstri bakvörðurinn í hópnum en hafði ekkert tekið þátt í mótinu þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Sviss í átta liða úrslitunum. „Síðustu fjórir mánuðir hafa verið erfiðir. Í fyrstu var talið að ég yrði mun fljótari að koma til baka en raunin varð önnur. Ég lenti í bakslagi hvað eftir annað,“ sagði Shaw á blaðamannafundi í gær. „Þegar hópurinn var valinn þá var búist við því að ég myndi ná öðrum eða þriðja leik í mótinu en því miður gekk það ekki upp og endurkomunni seinkaði,“ sagði Shaw. "I went through quite a few setbacks, hopefully I can get some more minutes in next game" 💬England left back Luke Shaw says he's fit and ready to play against Netherlands 🇳🇱🏴 pic.twitter.com/mYjcNF5vI6— Sky Sports News (@SkySportsNews) July 8, 2024 „Ég er hérna núna og það var mjög gott að komast aftur inn á völlinn í síðasta leik. Ég var farinn að iða í skinninu að fá að spila,“ sagði Shaw sem gæti byrjað inn í leiknum á móti Hollandi annað kvöld. „Það stóðu allir með mér, ekki bara Gareth og Steve [Holland, aðstoðarþjálfari Englands] heldur einnig læknaliðið líka. Ég á þeim mikið að þakka,“ sagði Shaw. Hann efast ekki um getu sína að spila allan leikinn á morgun. „Auðvitað tel ég mig vera tilbúinn í níutíu mínútur. Ég er klár og tilbúinn í slaginn,“ sagði Shaw. Shaw kom inn á völlinn á 78. mínútu á móti Sviss og spilaði rúmar 42 mínútur því leikurinn var framlengdur.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira