Andstaða við Carbfix-verkefnið gýs upp í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2024 11:05 Davíð Arnar segir vaxandi andstöðu íbúa í Hafnarfirði við verkefni Carbix, en þar stendur til að bora 80 holur og dæla þar nður Evrópskri mengun. vísir/vilhelm/VSO Svo virðist sem fátt geti komið í veg fyrir uppbygging á móttöku- og förgunarmiðstöðinni Coda Terminal, Sódastöðinni, í Straumsvík. Þar stendur til að farga allt að þremur milljónum tonna af CO2 á ári hverju. Þetta nemur um 65% af heildarlosun Íslands árið 2019. En nú er sem íbúar Hafnarfjarðar séu að vakna upp við vondan draum. „Já, ég hef fylgst mjög vel með þessu máli. Og hef barist fyrir málstaðnum. Mín gagnrýni er í nokkrum liðum,“ segir Davíð Arnar Stefánsson oddviti Vg í Hafnarfirði. Aðsendar greinar, með og á móti, streyma til Vísis og má sjá sýnishorn af slíku hér í þessu viðtali við Davíð Arnar, sem tilheyrir andspyrnuhreyfingunni. Hann gefur bæjaryfirvöldum falleinkunn. Davíð Arnar furðar sig, enn og aftur, á stjórnsýslunni í Hafnarfirði og segir eins og þar ráði kylfa kasti. Davíð segir svo margt óljóst í þessu máli að óðs manns æði sé að vilja rjúka til og byggja til að mynda upp bryggju í Straumsvík, fyrir Carbfix þegar fyrir liggur að sú framkvæmd er með öllu ófjármögnuð. Mörgum spurningum ósvarað „Sko, við erum að flytja þessa mengun inn. Við erum ekki að fanga hana hér. Ég sé fyrir mér auðlindasóun, þetta er rosalega vatnsfrekt, talsvert orkufrekt líka og verður verkefnið skilgreint sem stórnotandi. Það þarf að hita vatn sem ekki hefur verið útfært endanlega,“ segir Davíð og spurningarnar flæða. Þetta er fyrir utan siðferðilegar spurningar eins og hvaðan þetta efni sem til stendur að dæla niður í bergið í Hafnarfirði, steinsnar frá íbúabyggð, komi? „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ segir Davíð Arnar. Og svo er það hversu nálægt íbúðabyggð til stendur að dæla þessu niður auk þess sem verkefnið verður að hluta til inná iðnaðarsvæði. Þetta vekur íbúana. „Við komum alltaf að því sama sem er stjórnsýslan hér í Hafnarfirði, sem er með ólíkindum. Hún fer sínu fram og túlkar hugtök eins og samráð eftir sínu nefi. Svo virðist sem „samráð“ hafi mistekist einu sinni sem oftar,“ segir Davíð Arnar og vísar til þess að íbúar virðast ekki vita mikið um þetta verkefni. Höfnin blautur draumur framtakssamra Hafnfirðinga „Þetta minnir á knatthúsið á sínum tíma,“ segir Davíð Arnar og það fer hrollur um hann við tilhugsunina. „Bæjarstjórn talar um viljayfirlýsingu en umhverfismatið liggur ekki fyrir enn. Eða það er eitthvað píp.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tókust á um verkefnið á Sprengisandi en menn urðu kannski ekki miklu nær? Davíð Arnar nefnir framsóknarmanninn í Viðreisn, sem talaði eins og þau séu að bíða eftir um verkefnið sem hefur fengið bæjarbúa til að vakna, suma sem af vondum draumi; Verkefni Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix. Rósa vill hinkra með íbúakosningu um málið mena Jón Ingi vill kjósa strax. „Já, framsóknarmaðurinn í Viðreisn. þau tala alltaf eins og þau séu að bíða eftir umhverfismatinu en á sama tíma eru þau að samþykkja að gefa út deiliskipulagsauglýsingar. Og svo er það þessi blessaða Straumsvíkurhöfn sem er blautur draumur framtaksamra manna í Hafnarfirði. Þar sjá menn fyrir sér gríðarlega stækkun.“ Davíð Arnar segir fleira hægt að gagnrýna í þessu, umhverfismatinu er skipt í tvennt en framkvæmdir eru háðar umhverfismati. „Það er sem sagt höfnin annars vegar. Verkefnið felur í sér þessa niðurdælingarstöð, sem Carbfix á, og svo Straumsvíkurhöfn, en það þarf sérstaka höfn til að taka á móti þessum skipum. Coda Terminal er háð höfninni og höfnin háð þessu verkefni. Eftir sem áður eru framkvæmdirnar brotnar upp. Annars vegar Carbfix og hins vegar höfnin. Þetta er af því að það eru tveir framkvæmdaaðilar.“ Enginn vill borga höfnina Davíð Arnar telur einkennilegt að mann telji sig geta slitið þetta í sundur. „Þetta er fullkomlega háð hvort öðru og hvorugur vill borga fyrir höfnina sem sýnir stöðuna á þessu. Coda er með jákvætt umhverfismat en umhverfismat fyrir höfnina eru vægast sagt mjög neikvætt.“ Svona sjá menn fyrir sér nýja höfn við Straumsvík. Þessa mynd má finna í umhverfismatsskýrslu VSO ráðgjafar. Davíð segir það ekki skipta öllu máli en þetta sé dæmi um að Coda Terminal er að skora hátt á alla kvarða er varða samfélagsleg- og efnahagsleg áhrif. Þetta er talið geta dregið að sér ferðamenn. Til að mynda koma tugþúsundir mann árlega uppá Hellisheiði til að skoða starfsemina þar. En í umhverfismati fyrir höfnina þá er það talið geta haft slæm áhrif fyrir ferðaþjónustu. „Svo er hitt sem er að þessi höfn er ekkert smá kostnaðarsöm. Þetta er áætlað 9 til 15 milljarðar, nokkuð sem enginn vill borga en allir vilja fá.“ Eitt og annað sem þarf að ganga upp Bærinn fékk Deloitte til að skoða fjármögnunarleiðir og þar koma þrír mögueikar til greina: Skuldafjárútboð. Að bærinn geri þetta og gefi út skuldabréf fyrir þessu. Fyrirframgreiðsla á hafnargjöldum frá Coda Terminal sem er leiðin sem flestir vilja fara í þetta. Og svo að þetta verði sett í einkaframkvæmd. Að einhver fái leyfi til að byggja höfn í Hafnarfirði og eigi hana væri að mati Davíðs Arnars stórmerkilegt og fordæmalaust fyrirbæri. Davíð Arnar Stefánsson í síðustu kosningabaráttu. Hann fetti meðal annars fingur út í Haukahúsið, hvernig að því var staðið en ýmislegt var við stjórnsýsluleg atriði að athuga þegar þeirri framkvæmd var hrint af stað á bökkum Ástjarnar. Hafnfirðingar voru ekki mótttækilegir fyrir boðskapnum þá.vísir/vilhelm „Allar þessar leiðir eru þessu sama marki brenndar að Coda Terminal yrði alltaf langstærsti notandinn. Þannig að þar má ekkert út af bregða ef ekki á illa að fara. Er réttlætanlegt að byggja höfn í hafnarfirði fyrir fyrirtæki sem er í áhættufjárfestingu? Hvað er Orkuveitar Reykjavíkur að gera í áhættufjárfestingu, sem þetta er?“ Þannig er í mörg horn að líta og Davíð Arnar telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar gersamlega búna að missa þetta úr höndunum. Verkefnið er reyndar ekki nýtt og til að mynda skrifaði Vísir frétt um styrk sem Carbix fékk til að ganga í þetta verkefni fyrir tveimur árum: „Við sem höfum verið að standa í þessu, berjast fyrir hönd Hafnfirðinga að samráð sé haft og upplýsingar fyrirliggjandi erum að biðja um auknar upplýsingar. Við erum að biðja bæjarstjórn að endurskoða þessa aðgerð.“ Andstaðan vex hröðum skrefum Að sögn Davíðs Arnars eru nú þegar 5.300 búnir að skrifa undir þá kröfu og til að setja það í samhengi þá kusu 13.300 í síðustu bæjarstjórnarkosningum. „En þau eru góð að gera lítið úr fólki.“ Davíð Arnar spáir því að það sem gerist verði nákvæmlega það sama og gerðist í frægum álverskosningum í Hafnarfirði. Og það eigi menn erfitt með að horfast í augu við. „Það er þeirra að kynna verkefnið og eyða óvissunni. Það er sveitafélagsins að eiga í samráði við íbúanna, í eitt skipti, í guðanna bænum.“ Davíð Arnar bendir jafnframt á að þetta verkefni hafi allt aðra stöðu en Álverið í bæjarfélaginu. Coda Terminal eigi engar rætur í bæjarfélaginu. „Svo fyrir utan það að um er að ræða gríðarlegt umhverfisrask og sóun á fjármunum. Ætlar Hafnarfjörður að stíga stórt spor í átt til grænnar uppbyggingar? „Give me að break“. Ef Hafnarfjörður ætlaði sér stóra hluti í þeim málum hvernig væri þá að endurheimta mýrarnar í Krísuvík, bara svo dæmi sé nefnt. Carbfix er neðanmálsgrein í loftslagsmálum. Það er hægt að setja 15 milljarða í hafnarframkvæmdir en ekki 150 þúsund í áburðarpoka og fræ?“ Erum við tilraunadýr? Davíð Arnar segist málsvari íbúalýðræðis og náttúruverndar í Hafnarfirði, eitthvað sem hann segir sárvanti í þetta bæjarfélag. „Það er hreinlega eins og þau hafi ekki sett sig inn í hlutina. Það er holur tónn í þessu. Rósa ætlar ekkert með þetta í íbúakosningu. Og það er popúlískur tónn í Jóni Inga. Það er þverpólitísk samstaða um þetta. Aftur eins og með knatthúsið.“ Og Davíð Arnar segir kratana hljóða, þetta sé reyndar blautur draumur þeirra. Og hún vilji ekki snerta á neinum erfiðum málum. Og Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri sé hafnarstjóri, honum nægi ekki að skrifa sögu bæjarins heldur þurfi hann líka að vera gerandi. Ónefnt er þá umfang þessara fyrirætlana en Davíð Arnar segir þær ekkert smáræði. Bora eigi 80 holur, jörðin verði eins og gatasigti á stóru svæði. „Og þetta er ekkert venjulegt gatasigti þegar þetta verður farið af stað. Það er talað um að þetta séu tveir kílómetrar frá byggð en næstu hús standa í 600 metra fjarlægð. Og talað um óverulega hættu á skjálftum. Þarna hefur Carbfix mistekist; að það sé ekkert að varast nema það sé eitthvað að varast. Þetta er kynnt sem tilraunaverkefni. Erum við tilraunadýr? Án nokkurs samráðs um hvort fólk hefur áhuga á að taka þátt í slíku eða ekki?“ Verkefnið drifið af gríðarlegri hagnaðarvon Davíð Arnar segir vaxandi áhuga á þessu verkefni innan bæjarfélagsins, sem lengstum sigldi það fram án þess að vekja mikla athygli. En húsfyllir var á fundi vegna hafnarframkvæmdanna. „Þá fór maður að skynja að ekki var sama samstaðan milli Hafnfirðinga og Carbfix. Og mönnum brá þegar fyrir lá að hafnarframkvæmdirnar eru ekki fjármagnaðar.“ Carbfix hefur gefið það út að það muni ekki borga þessa höfn þannig að það lendir þá á Hafnarfjarðarbæ. Það fór öfugt ofan í fólk. „Svakalegt verkefni en ófjármagnað. Og meðan unnið er að því að þetta verið að veruleika útilokar Rósa íbúakosningu og unnið er baki í brotnu að deiliskipulaginu. Þetta er bara viljayfirlýsing?! Þetta er svona: Hvað er í pakkanum? Eigum við ekki að kíkja. Þau nota beinlínis þetta orðalag. Áður en við vitum af verður farið að bora.“ Davíð Arnar segir unnið samkvæmt reglugerð sem snýst um niðurdælingu á Hellisheiði, sem sé snilldartækni en þar er verið að vinna efni úr loftinu. Starfsemin miðar við það. Enginn sá fyrir að það stæði til að flytja inn 30 milljónir rúmmetra af mengun og pumpa henni niður í Hafnarfirði. Á næstu árum og áratugum. Og allt er þetta drifið áfram af gríðarlegri hagnaðarvon. Gæti endað með ósköpum En Davíð Arnar segir að þetta gæti endað með ósköpum. Magnús Garðarsson og United Silicon á Suðurnesjum er víti til að vita um og varast. „Já, þetta er gild spurning. Kannski ósanngjarnt að blanda þessu tvennu saman en eftir sem áður er sama áran yfir þessu. Keflvíkingar eða íbúar í Reykjanesbæ eru enn að súpa seyðið af Magnúsi Garðarssyni.“ Davíð Arnar segir fólk ekki kæra sig um verkefni af þessu tagi þetta nærri íbúabyggð. Og svo er verkefnið óvenjulegt og nauðsynlegt að fólk fái að kjósa um það og að allar upplýsingar liggi þá fyrir. „Svona hefur aldrei verið gert áður. Og ef maður fer að skoða hliðstæð verkefni þá er almennt verið að ýta svona „fracking“ verkefnum frá íbúabyggð. Mengunin á að bindast berginu og talað er um að þetta sé eins og að búa til sódavatn. En ég hef ekki áhuga á að drekka sódavatn sem er svo sterkt að það bræðir sig saman við berg. Já, ég myndi segja að mótmælin séu tiltölulega fjölmenn, þau eru kröftug og hávær,“ segir Davíð Arnar. Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Já, ég hef fylgst mjög vel með þessu máli. Og hef barist fyrir málstaðnum. Mín gagnrýni er í nokkrum liðum,“ segir Davíð Arnar Stefánsson oddviti Vg í Hafnarfirði. Aðsendar greinar, með og á móti, streyma til Vísis og má sjá sýnishorn af slíku hér í þessu viðtali við Davíð Arnar, sem tilheyrir andspyrnuhreyfingunni. Hann gefur bæjaryfirvöldum falleinkunn. Davíð Arnar furðar sig, enn og aftur, á stjórnsýslunni í Hafnarfirði og segir eins og þar ráði kylfa kasti. Davíð segir svo margt óljóst í þessu máli að óðs manns æði sé að vilja rjúka til og byggja til að mynda upp bryggju í Straumsvík, fyrir Carbfix þegar fyrir liggur að sú framkvæmd er með öllu ófjármögnuð. Mörgum spurningum ósvarað „Sko, við erum að flytja þessa mengun inn. Við erum ekki að fanga hana hér. Ég sé fyrir mér auðlindasóun, þetta er rosalega vatnsfrekt, talsvert orkufrekt líka og verður verkefnið skilgreint sem stórnotandi. Það þarf að hita vatn sem ekki hefur verið útfært endanlega,“ segir Davíð og spurningarnar flæða. Þetta er fyrir utan siðferðilegar spurningar eins og hvaðan þetta efni sem til stendur að dæla niður í bergið í Hafnarfirði, steinsnar frá íbúabyggð, komi? „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ segir Davíð Arnar. Og svo er það hversu nálægt íbúðabyggð til stendur að dæla þessu niður auk þess sem verkefnið verður að hluta til inná iðnaðarsvæði. Þetta vekur íbúana. „Við komum alltaf að því sama sem er stjórnsýslan hér í Hafnarfirði, sem er með ólíkindum. Hún fer sínu fram og túlkar hugtök eins og samráð eftir sínu nefi. Svo virðist sem „samráð“ hafi mistekist einu sinni sem oftar,“ segir Davíð Arnar og vísar til þess að íbúar virðast ekki vita mikið um þetta verkefni. Höfnin blautur draumur framtakssamra Hafnfirðinga „Þetta minnir á knatthúsið á sínum tíma,“ segir Davíð Arnar og það fer hrollur um hann við tilhugsunina. „Bæjarstjórn talar um viljayfirlýsingu en umhverfismatið liggur ekki fyrir enn. Eða það er eitthvað píp.“ Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Jón Ingi Hákonarson, bæjarfulltrúi Viðreisnar, tókust á um verkefnið á Sprengisandi en menn urðu kannski ekki miklu nær? Davíð Arnar nefnir framsóknarmanninn í Viðreisn, sem talaði eins og þau séu að bíða eftir um verkefnið sem hefur fengið bæjarbúa til að vakna, suma sem af vondum draumi; Verkefni Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix. Rósa vill hinkra með íbúakosningu um málið mena Jón Ingi vill kjósa strax. „Já, framsóknarmaðurinn í Viðreisn. þau tala alltaf eins og þau séu að bíða eftir umhverfismatinu en á sama tíma eru þau að samþykkja að gefa út deiliskipulagsauglýsingar. Og svo er það þessi blessaða Straumsvíkurhöfn sem er blautur draumur framtaksamra manna í Hafnarfirði. Þar sjá menn fyrir sér gríðarlega stækkun.“ Davíð Arnar segir fleira hægt að gagnrýna í þessu, umhverfismatinu er skipt í tvennt en framkvæmdir eru háðar umhverfismati. „Það er sem sagt höfnin annars vegar. Verkefnið felur í sér þessa niðurdælingarstöð, sem Carbfix á, og svo Straumsvíkurhöfn, en það þarf sérstaka höfn til að taka á móti þessum skipum. Coda Terminal er háð höfninni og höfnin háð þessu verkefni. Eftir sem áður eru framkvæmdirnar brotnar upp. Annars vegar Carbfix og hins vegar höfnin. Þetta er af því að það eru tveir framkvæmdaaðilar.“ Enginn vill borga höfnina Davíð Arnar telur einkennilegt að mann telji sig geta slitið þetta í sundur. „Þetta er fullkomlega háð hvort öðru og hvorugur vill borga fyrir höfnina sem sýnir stöðuna á þessu. Coda er með jákvætt umhverfismat en umhverfismat fyrir höfnina eru vægast sagt mjög neikvætt.“ Svona sjá menn fyrir sér nýja höfn við Straumsvík. Þessa mynd má finna í umhverfismatsskýrslu VSO ráðgjafar. Davíð segir það ekki skipta öllu máli en þetta sé dæmi um að Coda Terminal er að skora hátt á alla kvarða er varða samfélagsleg- og efnahagsleg áhrif. Þetta er talið geta dregið að sér ferðamenn. Til að mynda koma tugþúsundir mann árlega uppá Hellisheiði til að skoða starfsemina þar. En í umhverfismati fyrir höfnina þá er það talið geta haft slæm áhrif fyrir ferðaþjónustu. „Svo er hitt sem er að þessi höfn er ekkert smá kostnaðarsöm. Þetta er áætlað 9 til 15 milljarðar, nokkuð sem enginn vill borga en allir vilja fá.“ Eitt og annað sem þarf að ganga upp Bærinn fékk Deloitte til að skoða fjármögnunarleiðir og þar koma þrír mögueikar til greina: Skuldafjárútboð. Að bærinn geri þetta og gefi út skuldabréf fyrir þessu. Fyrirframgreiðsla á hafnargjöldum frá Coda Terminal sem er leiðin sem flestir vilja fara í þetta. Og svo að þetta verði sett í einkaframkvæmd. Að einhver fái leyfi til að byggja höfn í Hafnarfirði og eigi hana væri að mati Davíðs Arnars stórmerkilegt og fordæmalaust fyrirbæri. Davíð Arnar Stefánsson í síðustu kosningabaráttu. Hann fetti meðal annars fingur út í Haukahúsið, hvernig að því var staðið en ýmislegt var við stjórnsýsluleg atriði að athuga þegar þeirri framkvæmd var hrint af stað á bökkum Ástjarnar. Hafnfirðingar voru ekki mótttækilegir fyrir boðskapnum þá.vísir/vilhelm „Allar þessar leiðir eru þessu sama marki brenndar að Coda Terminal yrði alltaf langstærsti notandinn. Þannig að þar má ekkert út af bregða ef ekki á illa að fara. Er réttlætanlegt að byggja höfn í hafnarfirði fyrir fyrirtæki sem er í áhættufjárfestingu? Hvað er Orkuveitar Reykjavíkur að gera í áhættufjárfestingu, sem þetta er?“ Þannig er í mörg horn að líta og Davíð Arnar telur bæjarstjórn Hafnarfjarðar gersamlega búna að missa þetta úr höndunum. Verkefnið er reyndar ekki nýtt og til að mynda skrifaði Vísir frétt um styrk sem Carbix fékk til að ganga í þetta verkefni fyrir tveimur árum: „Við sem höfum verið að standa í þessu, berjast fyrir hönd Hafnfirðinga að samráð sé haft og upplýsingar fyrirliggjandi erum að biðja um auknar upplýsingar. Við erum að biðja bæjarstjórn að endurskoða þessa aðgerð.“ Andstaðan vex hröðum skrefum Að sögn Davíðs Arnars eru nú þegar 5.300 búnir að skrifa undir þá kröfu og til að setja það í samhengi þá kusu 13.300 í síðustu bæjarstjórnarkosningum. „En þau eru góð að gera lítið úr fólki.“ Davíð Arnar spáir því að það sem gerist verði nákvæmlega það sama og gerðist í frægum álverskosningum í Hafnarfirði. Og það eigi menn erfitt með að horfast í augu við. „Það er þeirra að kynna verkefnið og eyða óvissunni. Það er sveitafélagsins að eiga í samráði við íbúanna, í eitt skipti, í guðanna bænum.“ Davíð Arnar bendir jafnframt á að þetta verkefni hafi allt aðra stöðu en Álverið í bæjarfélaginu. Coda Terminal eigi engar rætur í bæjarfélaginu. „Svo fyrir utan það að um er að ræða gríðarlegt umhverfisrask og sóun á fjármunum. Ætlar Hafnarfjörður að stíga stórt spor í átt til grænnar uppbyggingar? „Give me að break“. Ef Hafnarfjörður ætlaði sér stóra hluti í þeim málum hvernig væri þá að endurheimta mýrarnar í Krísuvík, bara svo dæmi sé nefnt. Carbfix er neðanmálsgrein í loftslagsmálum. Það er hægt að setja 15 milljarða í hafnarframkvæmdir en ekki 150 þúsund í áburðarpoka og fræ?“ Erum við tilraunadýr? Davíð Arnar segist málsvari íbúalýðræðis og náttúruverndar í Hafnarfirði, eitthvað sem hann segir sárvanti í þetta bæjarfélag. „Það er hreinlega eins og þau hafi ekki sett sig inn í hlutina. Það er holur tónn í þessu. Rósa ætlar ekkert með þetta í íbúakosningu. Og það er popúlískur tónn í Jóni Inga. Það er þverpólitísk samstaða um þetta. Aftur eins og með knatthúsið.“ Og Davíð Arnar segir kratana hljóða, þetta sé reyndar blautur draumur þeirra. Og hún vilji ekki snerta á neinum erfiðum málum. Og Lúðvík Geirsson fyrrverandi bæjarstjóri sé hafnarstjóri, honum nægi ekki að skrifa sögu bæjarins heldur þurfi hann líka að vera gerandi. Ónefnt er þá umfang þessara fyrirætlana en Davíð Arnar segir þær ekkert smáræði. Bora eigi 80 holur, jörðin verði eins og gatasigti á stóru svæði. „Og þetta er ekkert venjulegt gatasigti þegar þetta verður farið af stað. Það er talað um að þetta séu tveir kílómetrar frá byggð en næstu hús standa í 600 metra fjarlægð. Og talað um óverulega hættu á skjálftum. Þarna hefur Carbfix mistekist; að það sé ekkert að varast nema það sé eitthvað að varast. Þetta er kynnt sem tilraunaverkefni. Erum við tilraunadýr? Án nokkurs samráðs um hvort fólk hefur áhuga á að taka þátt í slíku eða ekki?“ Verkefnið drifið af gríðarlegri hagnaðarvon Davíð Arnar segir vaxandi áhuga á þessu verkefni innan bæjarfélagsins, sem lengstum sigldi það fram án þess að vekja mikla athygli. En húsfyllir var á fundi vegna hafnarframkvæmdanna. „Þá fór maður að skynja að ekki var sama samstaðan milli Hafnfirðinga og Carbfix. Og mönnum brá þegar fyrir lá að hafnarframkvæmdirnar eru ekki fjármagnaðar.“ Carbfix hefur gefið það út að það muni ekki borga þessa höfn þannig að það lendir þá á Hafnarfjarðarbæ. Það fór öfugt ofan í fólk. „Svakalegt verkefni en ófjármagnað. Og meðan unnið er að því að þetta verið að veruleika útilokar Rósa íbúakosningu og unnið er baki í brotnu að deiliskipulaginu. Þetta er bara viljayfirlýsing?! Þetta er svona: Hvað er í pakkanum? Eigum við ekki að kíkja. Þau nota beinlínis þetta orðalag. Áður en við vitum af verður farið að bora.“ Davíð Arnar segir unnið samkvæmt reglugerð sem snýst um niðurdælingu á Hellisheiði, sem sé snilldartækni en þar er verið að vinna efni úr loftinu. Starfsemin miðar við það. Enginn sá fyrir að það stæði til að flytja inn 30 milljónir rúmmetra af mengun og pumpa henni niður í Hafnarfirði. Á næstu árum og áratugum. Og allt er þetta drifið áfram af gríðarlegri hagnaðarvon. Gæti endað með ósköpum En Davíð Arnar segir að þetta gæti endað með ósköpum. Magnús Garðarsson og United Silicon á Suðurnesjum er víti til að vita um og varast. „Já, þetta er gild spurning. Kannski ósanngjarnt að blanda þessu tvennu saman en eftir sem áður er sama áran yfir þessu. Keflvíkingar eða íbúar í Reykjanesbæ eru enn að súpa seyðið af Magnúsi Garðarssyni.“ Davíð Arnar segir fólk ekki kæra sig um verkefni af þessu tagi þetta nærri íbúabyggð. Og svo er verkefnið óvenjulegt og nauðsynlegt að fólk fái að kjósa um það og að allar upplýsingar liggi þá fyrir. „Svona hefur aldrei verið gert áður. Og ef maður fer að skoða hliðstæð verkefni þá er almennt verið að ýta svona „fracking“ verkefnum frá íbúabyggð. Mengunin á að bindast berginu og talað er um að þetta sé eins og að búa til sódavatn. En ég hef ekki áhuga á að drekka sódavatn sem er svo sterkt að það bræðir sig saman við berg. Já, ég myndi segja að mótmælin séu tiltölulega fjölmenn, þau eru kröftug og hávær,“ segir Davíð Arnar.
Stóriðja Hafnarfjörður Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira