Innlent

Skráðir í þjóð­kirkjuna gætu orðið minni­hluti innan nokkurra ára

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Miðað við þróun síðustu fimm ára verða skráðir orðnir minnihluti íbúa á Íslandi innan nokkurra ára.
Miðað við þróun síðustu fimm ára verða skráðir orðnir minnihluti íbúa á Íslandi innan nokkurra ára. Vísir/Hanna

Skráðum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um að meðaltali 1,86 prósentustig á ári síðastliðinn fimm ár. Haldi þessi þróun áfram verða Íslendingar skráðir í þjóðkirkjuna minnihluti landsmanna eftir fjögur ár.

Einstaklingum skráðum í þjóðkirkjuna hefur minnkað um tíu prósentustig á fimm árum. Hlutfall íbúa á Íslandi skráðra í þjóðkirkjuna hefur lækkað úr 65,2 prósentum árið 2019 í 55,9 prósentum 1. júlí síðastliðinn.

Fram kemur í tilkynningu frá Þjóðskrá að alls hafi 225,303 einstaklingar verið skráðir í þjóðkirkjuna þann fyrsta júlí síðastliðinn og að þeim hafi fækkað um 599 síðan fyrsta desember 2023.

Næstfjölmennasta trú- og lífsskoðunarfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 15,391 skráðan meðlim og í þriðja sæti er Fríkirkjan í Reykjavík með 10.019 skráða meðlimi.

Mesta fölgun meðlima í trú- og lífsskoðunarfélögum hefur verið í Siðmennt en skráðum þar hefur fjölgað um 139 síðan í desember í fyrra.

Hlutfallslega hefur mikil fjölgun verið í ótilgreindum trúarskráningum. Þeim hefur fjölgað um tæp níu prósentustig frá árinu 2019. Alls voru 87,902 einstaklingar skráðir með ótilgreinda skráningu fyrsta júlí síðastliðinn. Fram kemur á vef Þjóðskrár að ef einstaklingar er með ótilgreinda skráningu þá hefur hann ekki tekið afstöðu til skráningar í trú- eða lífsskoðunarfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×