Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2024 22:15 Álvaro Morata heldur um hnéð eftir tæklingu öryggisvarðarins. getty/Alex Grimm Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi. Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Þegar Spánverjar fögnuðu sigrinum eftir leikinn reyndi áhorfandi að komast í átt að leikmönnunum. Öryggisverðir stukku til og reyndu að stöðva manninn. Einn þeirra rann reyndar á grasinu og á Morata. Spænski fyrirliðinn hélt um hnéið eftir þessa óvæntu tæklingu. Vonandi fyrir Morata og Spánverja eru meiðslin ekki alvarleg því framundan er úrslitaleikur á EM á sunnudaginn. Öryggisvörðurinn tæklar Morata.getty/Alex Grimm Morata hefur verið ósáttur við gagnrýnina sem hann hefur fengið á mótinu og gefið í skyn að hann gæti hætt í landsliðinu eftir EM. Þá sagði hann að honum hafi liðið betur þegar hann lék ekki á Spáni en Morata er leikmaður Atlético Madrid. Morata fékk á baukinn fyrir þessi ummæli í grein í El Confidencial. Hann var meðal annars sagður hálfgerður vælukjói og afleitur sendiherra Spánar. Eiginkona Moratas, Alice Campello, tók til varna fyrir sinn mann og sagði gagnrýnina á hann fáránlega. Morata skoraði fyrsta mark Spánverja á EM, eftir 29 mínútur í 3-0 sigrinum á Króötum en hefur ekki skorað síðan. Hann er þó langmarkahæstur í spænska hópnum en hann hefur gert 36 mörk í 79 landsleikjum.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15 Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. 9. júlí 2024 21:15
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. 9. júlí 2024 19:43