Lest hollenska liðsins fór ekki fet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2024 11:01 Virgil van Dijk og félagar í hollenska landsliðinu fengu ekki besta undirbúninginn fyrir Englandsleikinn. Getty/Eric Verhoeven Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Það er heitt í Þýskalandi og það hefur ekki aðeins áhrif í leikjunum sjálfum á EM heldur einnig í aðdraganda þeirra. Hitinn bitnaði á hollenska landsliðinu í gær eða nánar til getið ferðalagi liðsins á undanúrslitaleikinn á móti Englandi. Fella þurfti niður blaðamannafund Hollendinga fyrir undanúrslitaleikinn af því að þeir komust svo seint til Dortmund þar sem leikurinn verður spilaður í kvöld. ESPN segir frá. Netherlands hit train snag en route to semifinalThe Netherlands' preparations for their match against England in the Euro 2024 semifinals were disrupted Tuesday when they had to rearrange travel plans to host city Dortmund because of a "blockage" on a … https://t.co/79Eca0YqWg— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) July 9, 2024 Hollenska liðið átti að ferðast með lest frá Wolfsburg til Dortmund í gær. Lestarferðinni var hins vegar frestað vegna mikilla hita. Hollenski hópurinn þurfti í staðinn að fljúga á milli borganna en það varð til þess að þeir komust miklu seinna til Dortmund en áætlað var. Alls var seinkunin um fjórir klukkutímar. UEFA tilkynnti að enginn fjölmiðlafundur færi fram hjá liðinu en að það væri boðið upp á viðtal við hollenska þjálfarann á vef UEFA seinna um kvöldið. Hollenskir miðlar sögðu einnig frá því að leikmenn hafi verið komnir út á brautarpallinn á lestarstöðinni þegar fréttist af frestuninni. Hollendingar náðu þar með ekki að halda í hefð sína að ganga um völlinn daginn fyrir leik. Ekki besti undirbúningurinn fyrir þennan risastóra leik á móti Englendingum. Ronald Koeman, þjálfari Hollendinga, gerði samt lítið úr þessum vandræðum. „Þetta er ekkert vandamál. Við fengum tækifæri til að hvíla okkur. Við þurftum bara sitja í hálftíma í flugvélinni. Við sofum síðan vel í nótt,“ sagði Koeman í viðtali við UEFA í gær.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira