„Ég fer ekki í búr eins og dýr“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 11:21 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, gefur ekki mikið fyrir áskorun Alexanders Jarls. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl Abu-Samrah hefur skorað á fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í glímu vegna ummæla sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti fyrr í vikunni. Hann birti færslu á samfélagsmiðla þar sem hann biður fólk um að læka færsluna ef það vill sjá þá tvo takast á í „búrinu.“ Stefán segir að ef menn vilji koma honum í búr þá sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann. Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Stéfáni Einari þótti ekki mikið til þessa gjörnings Alexanders koma þegar fréttastofa innti hann eftir viðbrögðum. Hann segist ekki ætla í neitt búr og að ef menn ætli að koma honum í búr sýni það hvaða mann þeir hafi að geyma. Stefán Einar var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar og segir þar fólkið sem helst vilji þagga í umræðu um innflytjendamál ekki í neinum tengslum við veruleika þeirra sem búa á svæðum þar sem flóttamenn búa. Hann segir sums staðar á Reykjanesinu hafa orðið til „gettó“ þar sem fólk þori ekki að hleypa dætrum sínum út á kvöldin án eftirlits. Umrædd færsla Alexanders Jarls.Instagram „Þetta er ekki útlendingaandúð, heldur einfaldlega lýsing á veruleika fólks sem býr á svæðinu og lifir við þetta alla daga. En krafan er sú að það eigi ekki og megi ekki að tala um þetta og að maður sé rasisti ef maður vogar sér að gera það. Ég bara hafna slíkri þöggun,” segir Stefán. Hnefasamlokur á Kaffi Vest Alexander Jarl tók ekki vel í þessi ummæli Stefáns og birti eins og áður kom fram skjáskot af frétt Vísis um málið og birti umrædda færslu. Samhliða því birti hann einnig myndbandasyrpu af sér að stunda líkamsrækt. Undir myndbandið skrifar hann að hann sé að bjóða upp á hnefasamlokur á Kaffihúsi Vesturbæjar en það er vitnun í Stefán. Hann segir jafnframt að það verði tveir-fyrir-einn-afsláttur á téðum hnefasamlokum fyrir síónista sem hann ýjar að að Stefán Einar sé. Aldrei heyrt um hann Stefán segist aldrei hafa heyrt um Alexander en að þessar birtingar hans sýni hvaða mann hann hafi að geyma. Hann bætir við að hann sé alveg örugglega með betri tíma en Alexander í maraþonhlaupi. „Menn halda kannski dýrum í búrum en ég fer ekki inn í búr eins og dýr. Ef menn ætla að koma mér í búr þá til marks um það hvernig menn hugsa um samlanda sína og aðra borgara,“ segir Stefán. „Ég er talsmaður frelsis og að fólk beiti annað fólk ekki ofbeldi,“ segir hann.
Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04 Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Vill koma upp móttöku flóttamanna við Kaffi Vest Stefán Einar Stefánsson siðfræðingur, víninnflytjandi og fjölmiðlamaður á Mogganum segir mjög óþægilegt að bera fram erfiðar spurningar í viðtölum, en það sé hlutverk blaðamanna. Og er hann þá ekki síst að tala um innflytjenda- og hælisleitendamál. 8. júlí 2024 09:04
Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20. febrúar 2024 08:01