Grillmeistari Íslands krýndur um helgina Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. júlí 2024 12:01 Guðni Th. Jóhannesson forseti var á meðal þeirra sem grilluðu kótelettur árið 2019. magnús hlynur hreiðarsson Von er á tíu til fimmtán þúsund manns á Selfoss um helgina þar sem Kótelettan fer fram. Grillmeistari Íslands verður krýndur í bænum og stórskotalið tónlistarfólks stígur á svið. Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“ Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Hátíðin fer fram í fjórtánda sinn og byrjar með óformlegum hætti annað kvöld þegar upphitunartónleikar fara fram. Frítt er inn á tónleikana og eru Stuðmenn, Aron Can og Patrik Atlason meðal þeirra sem koma fram. „Þeir hefja leikinn klukkan hálf átta annað kvöld. Það er ekkert aldurstakmark og allir velkomnir að koma og njóta,“ sagði Einar Björnsson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Stórskotalið tónlistarfólks Von er tíu til fimmtán þúsund manns á svæðið um helgina þar sem fjöldi tónlistarfólks kemur fram á stærðarinnar tónleikum á föstudags- og laugardagskvöld. „Þar er stórskotalið enn og aftur, Stebbi Hilmars, Helgi Björns, SSSól gamli hópurinn, Stjórnin, Páll Óskar og fleiri og fleiri. Þar eru til miðar en því miður er laugardagskvöldið að verða uppselt.“ Frítt inn á fjölskylduhátíðina Á laugardeginum verður keppt um titilinn: Grillmeistari Íslands auk þess sem besta grillpylsan verður valin við mikinn fögnuð. „Og það er frítt inn á þetta líka. Fjölskylduhátíðin er algjörlega frí og allir geta komið og notið.“ Kenna Audda og Steinda að grilla Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna verður með kótelettusölu til styrktar félaginu og hvetur Einar fólk til að staldra þar við. „Steindi og Auddi verða heiðursgrillarar hjá þeim. Það verður mjög kyndugt að sjá þá grilla, ég er ekki viss um að þeir kunni neitt að grilla en þeim verður kennt það.“ Hann hvetur þá sem koma frá Suðvesturlandi að fara Þrengslin svo umferðarteppa myndist ekki um heiðina. „Ég skora á alla að kynna sér dagskrána á kotelettan.is og koma á Selfoss og njóta.“
Kótelettan Árborg Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira