„Nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júlí 2024 11:55 Daníel segir ferðamenn veigra sér við því að koma til landsins vegna þjónustu leigubílstjóra sem fari versnandi. Vísir/Vilhelm Formaður bifreiðarstjórafélagsins segir að leigubílstjórar svindli á erlendum ferðamönnum í auknu mæli eftir að ný leigubifreiðalög tóku gildi í apríl á síðasta ári. Þetta hafi slæm áhrif á ásýnd landsins í augum ferðamanna sem veigra sér við að koma til landsins. Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“ Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Daníel O. Einarsson, formaður Frama - félags leigubílstjóra, varar við því að slæmt orðspor leigubílstjóra hér á landi sé farið að spyrjast út út fyrir landsteinanna og segir að erlendir ferðamenn hugsi sig nú tvisvar um áður en þeir koma til landsins vegna fjölda skrifaðra umsagna um þjónustuna á vinsælum ferðamannavefsíðum. Morgunblaðið greindi fyrst frá. „Við skynjum það. Vegna þess að ferðamenn eru fjalla um það að þeim hafi verið sagt að vara sig, vara sig á því hvernig þeir velja leigubíl. Þannig berst þetta til okkar en þetta skaðar alveg örugglega ferðaþjónustuna, það er vitað mál.“ Líklegri til að svindla á ferðamönnum en Íslendingum Fréttastofa kannaði málið og las tugi umsagna frá erlendum ferðamönnum um leigubifreiðar hér á landi. Flestar þeirra voru jákvæðar en þó fundust einnig þó nokkrar umsagnir þar sem leigubifreiðaþjónusta á Íslandi var gagnrýnd fyrir seinagang, skort á öryggi og þó nokkru sinnum sökuðu farþegar bílstjóra um að rukka sig tvöfalt fyrir ferð frá flugvellinum til Reykjavíkur. Daníel segir leigubílstjóra líklegri til að svindla á erlendum ferðamönnum en Íslendingum. „Íslendingar segja okkur líka frá því sem er misjafnt en það kemur mest frá Íslendingum að þeir segja frá því og séu óánægðir.“ Öryggi fórnað á altari atvinnufrelsis Að hans mati hefur ástandið versnað til muna hér á landi eftir að ný lög um leigubifreiðar tóku gildi á síðasta ári. „Það koma inn aðilar sem hafa ekki neitt starfsnám að baki og við þekkjum ekki bakgrunn einstaklinganna sem byrja að keyra leigubílanna sem við þurfum að gera til að geta tryggt öryggi almennings og nú er öryggi almennings fórnað á altari atvinnufrelsis.“ Of mikil áhersla á „djammið“ í lagasetningu Segir Daníel og hvetur stjórnvöld til að breyta lögunum aftur í fyrra horf. „Það þarf að bæta lagaumhverfi leigubíla og endurskoða þetta út frá lögunum sem voru áður. Við höfðum mjög góða þjónustu, eins og maður segir enginn veit hvað hefur fyrr en misst hefur. Leigubílaþjónustan á Íslandi var bara mjög góð. Athyglin beindist að djamminu og að það vantaði leigubíla á djammið. Fólk safnast í óeðlilega miklum fjölda í miðbæ Reykjavíkur og það á ekki að stýra atvinnugrein.“
Leigubílar Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira