Lífið samstarf

Rómantísk bylgja í lestri með hækkandi sól

Storytel
Hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma.
Hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma.

Áhugavert er að sjá hvernig viðburðir og árstíðir breyta hegðun okkar og neysluvenjum í bókalestri. Þegar sólin hækkar og daginn fer að lengja virðist fólk fara að lesa sögur sem létta sálina og greinilegt er að sumarið kveikir í ástarglóðum en hjá hlustendum Storytel má sjá aukningu í vinsældum ljúflestrarbóka á þessum árstíma.

Til dæmis má nefna Litlu nærfatarútuna sem er fyrsta bók í nýrri rómantískri ljúflestrarseríu eftir sænska höfundinn Karin Janson í lestri Anítu Briem og Bústaðinn við ströndina sem er nýjasta bókin eftir Sarah Morgan í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur. Þá kom nýlega út fjórða bókin í seríunni Sagan af Hertu eftir sænska höfundinn Önnu Sundbeck Klav, en serían hefur notið mikilla vinsælda alls staðar á Norðurlöndunum, enda skrifuð sérstaklega fyrir hljóðbókarformið. Svo hefur heyrst að bókaklúbbar landsins séu að hámlesa seríuna um systurnar sjö eftir Lucindu Riley en þær fá mikla hlustun í lestri Margrétar Örnólfsdóttur.

Glæpasögur og skáldsögur halda þó alltaf velli. Þar eru nýútkomnar sem hljóðbækur nokkrar eldri klassískar sem hlustendur hafa tekið fagnandi eins og bækur Arnaldar Indriðasonar Röddin,Grafarþögn og Synir duftsins og bækur Birgittu H. Halldórsdóttur Gættu þín Helga, Dætur regnbogans og Óþekkta konan. Bækur Birgittu hafa lengi verið ófáanlegar á prenti en eru nú komnar sem hljóð- og rafbækur á Storytel og hafa notið gríðarlegra vinsælda.

Svo verður spennandi að fylgjast með rithöfundinum Hugrúnu Björnsdóttur sem kemur ný og fersk inn á bókamarkaðinn með sinni fyrstu bók Rót alls ills sem skaust strax í fyrsta sæti á lista yfir vinsælustu hljóðbækur landsins. Þetta er rómantísk spennusaga um glæpi, ástir og leyndarmál, er skrifuð sem hljóðbók og í frábærum lestri Láru Jóhönnu Jónsdóttur.

Forsetakosningarnar í vor höfðu líka áhrif á lestur með augum og eyrum því bækur tengdar íslenskum forsetum og forsetaframbjóðendum tóku kipp. Þar má nefna Reykjavík eftir Katrínu Jakobsdóttir og Ragnar Jónasson, Útlaginn eftir Jón Gnarr og bókin Hugrekki til að hafa áhrif eftir Höllu Tómasdóttur er enn á toplistum, enda þjóðin spennt að kynnast sínum nýja forseta betur.

Lestur bóka og umtal í samfélaginu getur líka tengst og má þar nefna að bókaperluna Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafsson, í lestri Stefáns Jónssonar. Hún kom ný inn á topplista í hlustun í sumar og er greinilega umtöluð vegna bíómyndar sem er byggð á bókinni. Eins varð aukning í hlustun á Sönn íslensk Sakamál eftir Sigurstein Másson þegar frumsýndir voru sjónvarpsþættir um íslensk sakamál.

Sumarið er rétt að byrja og útgefendur setja nýjar bækur inn á Storytel í hverri viku. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þessi rómantíska bylgja haldi áfram að vaxa eða hvort krimmarnir taki yfir nú þegar nýjustu bækurnar eftir glæpadrottningarnar Yrsu Sigurðardóttur og Evu Björgu Ægisdóttur hafa komið út sem hljóðbækur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.