Fótbolti

Hollendingar ráðast á Eng­lendinga og ræna af þeim fánum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hollendingar hafa ráðist á Englendinga og reynt að hirða af þeim fána.
Hollendingar hafa ráðist á Englendinga og reynt að hirða af þeim fána. Nick Potts/PA Images via Getty Images

Hollendingar réðust á Englendinga í aðdraganda undanúrslitaleiksins í Dortmund og reyndu að ræna fánum þeirra. Fimm einstaklingar særðust lítillega í átökunum.

BBC greinir frá „nokkrum tilfellum þar sem Hollendingar hafa ráðist á bari þar sem Englendingar halda sig og reynt að stela fánum.“ 

Breska lögreglan er á svæðinu til að aðstoða þá þýsku og tryggja öryggi.

Í lögregluskýrslu segir að flestir hollenskir aðdáendur hafi verið að njóta sín og drekka í sig andrúmsloftið fyrir leik. Minnihluti meðal þeirra hafi þó mætt á staðinn til að valda usla og óeirðum.

Allt að 80.000 Hollendingar hafa gert sér ferð til Dortmund, tvöfalt fleiri en Englendingarnir 40.000 sem eru í borginni.

Nokkur myndskeið af átökunum er að finna á samfélagsmiðlinum X. 

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi sem má finna hér fyrir neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×