Vaxandi efasemdir um ágæti Bidens Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2024 22:06 Clooney og Pelosi hafa í áranna rás verið dyggir stuðningsmenn Biden. EPA Stórleikarinn George Clooney, sem jafnframt hefur verið einn af styrktaraðilum forsetaframboðs Joe Biden, segist hættur að styðja framboð Biden og honum finnist að Biden ætti að hætta við að fara fram. Þá hefur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, verið loðin í svörum um hvort hún vilji enn sjá hann fara fram. Clooney birti skoðanagrein á vef New York Times í dag þar sem hann sagði Biden ekki sama mann og hann var fyrir fjórum árum. Þá sagðist hann hættur að styrkja framboðið. Sjálfur hefur Clooney tekið þátt í starfsemi Demókrataflokksins og lýst sjálfum sér sem lífstíðardemókrata. Í síðasta mánuði stóð Clooney til að mynda fyrir fjáröflunarviðburði fyrir kosningaherferð Biden, tveimur vikum áður en fyrri kappræðurnar fóru fram. Þar söfnuðust þrjátíu milljón Bandaríkjadalir og Biden sagði viðburðinn stærstu fjáröflun í sögu flokksins. „Það er átakanlegt þurfa að segja þetta, en Joe Biden sem ég umgekkst fyrir þremur vikum á fjáröflunarviðburðinum er ekki hinn mikli Joe Biden sem við sáum árið 2010,“ stendur meðal annars í grein leikarans. „Hann var ekki einu sinni sá Joe Biden sem við sáum árið 2020. Hann var sami maður og við sáum öll í kappræðunum. [...]. Var hann þreyttur? Já. Slappur? Kannski. En forystufólk flokksins verður að hætta að segja okkur að 51 milljón manns hafi ekki orðið vitni að því sama og við,“ segir jafnframt í greininni. Hann sagði útilokað að flokkurinn ynni kosningarnar í nóvember með Biden í forystu. „Þetta er ekki bara mín skoðun. Þetta er skoðun hvers einasta þingmanns í öldungadeild og fulltrúadeild sem ég hef talað við undir fjögur augu,“ skrifar Clooney og segir alla vega hvort þeir viðri þá skoðun opinberlega. Tíminn sé naumur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, sagði í viðtali á MSNBC í dag að hún hefði hvatt samstarfsmenn sína í þinghúsinu til að bíða með að viðra efasemdir sínar um framboð Biden fram yfir leiðtogafund NATO. Fundurinn fór fram í Washington í gærkvöldi. „Ég er búin að segja við alla, bíðum aðeins með þetta. Hvað sem þið eruð að hugsa, talið um það í trúnaði. Þið þurfið ekki að viðra þessar skoðanir þar til við sjáum hvernig fer þessa vikuna,“ sagði Pelosi og vísaði í leiðtogafundinn. Hún sagði frammistöðu Biden á fundinum glæsilega. Í viðtalinu gat Pelosi ekki sagt hreint út að hún vildi sjá Biden halda áfram í kosningabaráttunni. „Ég vil að hann geri það sem hann vill. [...]. Við erum öll að hvetja hann til að taka þá ákvörðun sem fyrst vegna þess að tíminn er naumur,“ sagði Pelosi. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. 8. júlí 2024 20:13 Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. 8. júlí 2024 07:40 Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 5. júlí 2024 21:54 Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“ Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið. 4. júlí 2024 14:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Clooney birti skoðanagrein á vef New York Times í dag þar sem hann sagði Biden ekki sama mann og hann var fyrir fjórum árum. Þá sagðist hann hættur að styrkja framboðið. Sjálfur hefur Clooney tekið þátt í starfsemi Demókrataflokksins og lýst sjálfum sér sem lífstíðardemókrata. Í síðasta mánuði stóð Clooney til að mynda fyrir fjáröflunarviðburði fyrir kosningaherferð Biden, tveimur vikum áður en fyrri kappræðurnar fóru fram. Þar söfnuðust þrjátíu milljón Bandaríkjadalir og Biden sagði viðburðinn stærstu fjáröflun í sögu flokksins. „Það er átakanlegt þurfa að segja þetta, en Joe Biden sem ég umgekkst fyrir þremur vikum á fjáröflunarviðburðinum er ekki hinn mikli Joe Biden sem við sáum árið 2010,“ stendur meðal annars í grein leikarans. „Hann var ekki einu sinni sá Joe Biden sem við sáum árið 2020. Hann var sami maður og við sáum öll í kappræðunum. [...]. Var hann þreyttur? Já. Slappur? Kannski. En forystufólk flokksins verður að hætta að segja okkur að 51 milljón manns hafi ekki orðið vitni að því sama og við,“ segir jafnframt í greininni. Hann sagði útilokað að flokkurinn ynni kosningarnar í nóvember með Biden í forystu. „Þetta er ekki bara mín skoðun. Þetta er skoðun hvers einasta þingmanns í öldungadeild og fulltrúadeild sem ég hef talað við undir fjögur augu,“ skrifar Clooney og segir alla vega hvort þeir viðri þá skoðun opinberlega. Tíminn sé naumur Nancy Pelosi, fyrrverandi þingforseti fulltrúadeildar Bandaríkjanna, sagði í viðtali á MSNBC í dag að hún hefði hvatt samstarfsmenn sína í þinghúsinu til að bíða með að viðra efasemdir sínar um framboð Biden fram yfir leiðtogafund NATO. Fundurinn fór fram í Washington í gærkvöldi. „Ég er búin að segja við alla, bíðum aðeins með þetta. Hvað sem þið eruð að hugsa, talið um það í trúnaði. Þið þurfið ekki að viðra þessar skoðanir þar til við sjáum hvernig fer þessa vikuna,“ sagði Pelosi og vísaði í leiðtogafundinn. Hún sagði frammistöðu Biden á fundinum glæsilega. Í viðtalinu gat Pelosi ekki sagt hreint út að hún vildi sjá Biden halda áfram í kosningabaráttunni. „Ég vil að hann geri það sem hann vill. [...]. Við erum öll að hvetja hann til að taka þá ákvörðun sem fyrst vegna þess að tíminn er naumur,“ sagði Pelosi.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. 8. júlí 2024 20:13 Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. 8. júlí 2024 07:40 Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 5. júlí 2024 21:54 Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“ Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið. 4. júlí 2024 14:17 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Parkinsons-sérfræðingur heimsótti Hvíta húsið átta sinnum Yfir átta mánaða tímabil frá júlí í fyrra og með febrúar í ár heimsótti sérfræðingur í lækningum við Parkinson-sjúkdómnum Hvíta húsið að minnsta kosti átta sinnum. 8. júlí 2024 20:13
Háttsettir þingmenn sagðir vilja að Biden stígi til hliðar Háttsettir þingmenn Demókrataflokksins funduðu í gær um stöðu mála í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar vestanhafs og eru nokkrir sagðir hafa lýst því yfir að Joe Biden Bandaríkjaforseti ætti að stíga til hliðar. 8. júlí 2024 07:40
Heitir því að klára baráttuna og sigra Trump Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 5. júlí 2024 21:54
Baktalaði Biden í golfi: „Gamla niðurbrotna skítahrúga“ Myndband af Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að baktala mótframbjóðanda sinn Joe Biden fer nú um netheima. Þar talar Trump vægast sagt illa um Biden og varaforsetann Kamölu Harris og kallar forsetann „niðurbrotna skítahrúgu“. Hann fullyrðir að Biden muni hætta við framboðið. 4. júlí 2024 14:17