Fótbolti

Frakki dæmir úr­slita­leikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Francois Letexier fær sitt stærsta verkefni á ferlinum á sunnudaginn.
Francois Letexier fær sitt stærsta verkefni á ferlinum á sunnudaginn. getty/Lars Baron

Búið er að ákveða hver dæmir úrslitaleik Evrópumótsins í Þýskalandi. Það verður Frakkinn Francois Letexier.

Hann hefur þegar dæmt þrjá leiki á EM; leik Spánar og Georgíu í sextán liða úrslitum og leiki Danmerkur og Serbíu og Króatíu og Albaníu í riðlakeppninni.

Letexier, sem er 35 ára, hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2017. Hann hefur dæmt 65 leiki á vegum UEFA á ferlinum. Hann dæmdi meðal annars leik Manchester City og Sevilla í Ofurbikar Evrópu í fyrra og var fjórði dómari á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í vor.

Landar Letexiers, Cyril Mugnier og Mehdi Rahmouni, verða aðstoðardómarar í úrslitaleiknum. Jérome Brisard verður VAR-dómari og hinn pólski Szymon Marciniak fjórði dómari.

England og Spánn eigast við í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín klukkan 19:00 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×