Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2024 14:47 Heimir Hallgrímsson ásamt eiginkonu sinni, Írisi Sæmundsdóttur. getty/Stephen McCarthy Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að Heimir ætlar að flytjast til Írlands og vera búsettur þar meðan hann þjálfar landsliðið. „Á næstu dögum munum við og konan mín leita að stað til að búa á Írlandi. Að gefinni reynslu er betra að vera hér til að kynnast menningunni, fólkinu, fótboltamenningunni, sjá leiki í deildunum og svo framvegis,“ sagði Heimir. John O'Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stýrði írska landsliðinu í leikjunum sem það spilaði eftir að Stephen Kenny hætti í nóvember á síðasta ári. Heimir vill gjarnan hafa hann í starfsliði sínu. „Ég reiði mig á fyrrverandi þjálfara, John O'Shea, til að aðstoða. Ég hringdi í hann í gær en ég myndi vilja hafa hann með í þessari vegferð,“ sagði Heimir sem hyggst halda svipuðu starfsliði hjá landsliðinu. John O'Shea stýrði írska landsliðinu í fjórum leikjum.getty/Stephen McCarthy „Ég talaði við strákana í stjórninni og þeir allir hrósa núverandi starfsliði. Ég talaði líka við Seamus Coleman [fyrirliða írska landsliðsins] í morgun og hann hrósaði starfsliðinu í hástert. Ég set ekki kröfur um að koma með starfslið með mér. Ég held að það sé gott að hafa írskt starfslið. Ég er frekar sveigjanlegur. Ég held að ég sé í umhverfi þar sem fólkið í kringum mig veit meira um hluti en ég.“ Sjá má blaðamannafund Heimis hér fyrir neðan. Heimir stýrir írska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir því enska á Aviva leikvanginum í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september. Þremur dögum síðar mætast Írland og Grikkland á sama stað. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Meðal þess sem fram kom á fundinum var að Heimir ætlar að flytjast til Írlands og vera búsettur þar meðan hann þjálfar landsliðið. „Á næstu dögum munum við og konan mín leita að stað til að búa á Írlandi. Að gefinni reynslu er betra að vera hér til að kynnast menningunni, fólkinu, fótboltamenningunni, sjá leiki í deildunum og svo framvegis,“ sagði Heimir. John O'Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United, stýrði írska landsliðinu í leikjunum sem það spilaði eftir að Stephen Kenny hætti í nóvember á síðasta ári. Heimir vill gjarnan hafa hann í starfsliði sínu. „Ég reiði mig á fyrrverandi þjálfara, John O'Shea, til að aðstoða. Ég hringdi í hann í gær en ég myndi vilja hafa hann með í þessari vegferð,“ sagði Heimir sem hyggst halda svipuðu starfsliði hjá landsliðinu. John O'Shea stýrði írska landsliðinu í fjórum leikjum.getty/Stephen McCarthy „Ég talaði við strákana í stjórninni og þeir allir hrósa núverandi starfsliði. Ég talaði líka við Seamus Coleman [fyrirliða írska landsliðsins] í morgun og hann hrósaði starfsliðinu í hástert. Ég set ekki kröfur um að koma með starfslið með mér. Ég held að það sé gott að hafa írskt starfslið. Ég er frekar sveigjanlegur. Ég held að ég sé í umhverfi þar sem fólkið í kringum mig veit meira um hluti en ég.“ Sjá má blaðamannafund Heimis hér fyrir neðan. Heimir stýrir írska landsliðinu í fyrsta sinn þegar það mætir því enska á Aviva leikvanginum í B-deild Þjóðadeildarinnar 7. september. Þremur dögum síðar mætast Írland og Grikkland á sama stað.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra gegn reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51
Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19