Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið Árni Jóhannsson skrifar 11. júlí 2024 21:45 Arnar Grétarsson fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia. Vísir / Anton Brink Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu. „Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“ Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00