Höfða mál vegna dauða sonar síns af völdum One Chip Challenge Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 08:21 Wolobah veiktist í skólanum sínum eftir að hafa neytt One Chip Challenge með vinum sínum. Foreldrar Harris Wolobah, sem lést eftir að hafa tekið þátt í „einnar flögu áskoruninni“ (e. One Chip Challenge) hafa höfðað mál á hendur Paqui, framleiðanda flögunnar. One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
One Chip Challenge var stök maísflaga, húðuð með kryddi gerðu úr tveimur af sterkustu pipartegundum heims; Carolina Reaper og Naga Viper, sem mælast 2,2 milljón og 1,3 milljón stig á svokölluðum Scoville-skala. Til samanburðar má nefna að jalapeno mælist 2.500 til 8.000 stig. Flagan var seld í skrautlegum líkkistulaga umbúðum og markaðssett á samfélagsmiðlum á borð við Tik Tok, þrátt fyrir að vera merkt ekki til neyslu fyrir börn, óléttar konur eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Eins og fyrr segir kom vinur Wolobah með nokkrar flögur í skólann einn daginn. Vinahópur drengjanna át þær svo, tók upp myndskeið af uppátækinu og deildi á samfélagsmiðlum. Wolobah veiktist hins vegar og var sóttur af foreldrum sínum. Móðir hans kom síðar að honum þar sem öndun hans var orðin óeðlileg og hringdi í neyðarnúmerið 911. Wolobah missti meðvitund og hætti að anda og tilraunir til að endurlífga hann báru ekki árangur. Meinafræðingur sagði Wolobah hafa látist af völdum hjartastopps í kjölfar neyslu mikils magns capsaicin. Hann var með stækkað hjarta og meðfæddan hjartagalla en að sögn lögmanna foreldra hans hefði hann átt eðlilegt og langt líf framundan ef ekki hefði verið fyrir One Chip Challenge. Þess ber að geta að margir lifa með meðfæddum hjartagalla án þess að vita af því. Paqui, sem er í eigu Hershey Co. og Amplify Snack Brands, innkallaði vöruna eftir andlát Wolobah og hætti sölu hennar. Foreldrar hans segja hins vegar að varan væri svo hættuleg að hún hefði aldrei átt að vera sett í sölu, hvað þá markaðssett til barna á Tik Tok. Þá hafa þau einnig höfðað mál á hendur Walgreens, sem þau segja ekki hafa gripið til neinna ráðstafana til að koma í veg fyrir að börn gætu keypt vöruna. Þau hafa einnig bent á að þegar sonur þeirra dó höfðu nokkur börn þegar veikst af völdum One Chip Challenge en engu að síður var ekkert gert til að takmarka aðgengi barna að vörunni.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira