Dauðvona Sven-Göran: „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2024 12:30 Sven-Göran Eriksson ræðir við Gareth Southgate á æfingu enska landsliðsins. getty/Michael Steele Sven-Göran Eriksson, sem á ekki langt eftir ólifað, vonast til að sjá Englendinga vinna EM. Í bréfi sem birtist í the Telegraph hvetur hann Gareth Southgate og enska landsliðið til dáða í úrslitaleik Evrópumótsins. Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira
Titill bréfsins er „Kæri Gareth, gerðu þetta fyrir mig, Sir Bobby og England“. Þar segir hann Southgate að vinna úrslitaleik EM gegn Spáni á sunnudaginn fyrir sig, Sir Bobby Robson heitinn og ensku þjóðina. 'I would love to see England win. So would every one of the managers who has tried and failed to win a major trophy since 1966'✍️ Sven-Göran Eriksson#TelegraphFootball | #EURO2024 | #ThreeLions— Telegraph Football (@TeleFootball) July 12, 2024 Eriksson var landsliðsþjálfari Englands á árunum 2001-06 og meðal leikmanna liðsins á þeim tíma var Southgate. Hann tók við enska landsliðinu 2016 og á sunnudaginn á hann möguleika að stýra Englandi til sigurs á fyrsta stórmótinu síðan á HM á heimavelli 1966. „Því fylgir gríðarlega mikil pressa að vera landsliðsþjálfari Englands. Þú heyrir svo mikið um 1966, hvað liðið hans Sir Alfs Ramsey gerði og þú veist hversu mikil pressa er á þér að stöðva allan þennan sársauka. Ég fann fyrir pressunni. Sir Bobby Robson fann fyrir henni. Allir þrettán landsliðsþjálfararnir eftir Sir Alf fundu fyrir henni. Engum okkar tókst ætlunarverkið en enginn hefur verið nær því en Gareth Southgate,“ skrifaði Eriksson. „Mér þætti svo vænt um að sjá England vinna. Það sama má segja um alla landsliðsþjálfarana frá HM 1966 sem reyndu en mistókst. Koma svo Gareth. Gerðu það sem okkur tókst ekki.“ Svíinn kom Englandi í átta liða úrslit á HM 2002 og 2006 og EM 2004. Liðið féll út fyrir Brasilíu 2002 en Portúgal eftir vítaspyrnukeppni 2004 og 2006. Eriksson er með krabbamein í brisi og á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða. Nokkur af gömlu félögum hafa boðið honum í heimsókn á síðustu vikum og mánuðum og þá fékk hann að stýra Liverpool á Anfield, eitthvað sem hann hafði alltaf dreymt um.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Fleiri fréttir Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Sjá meira