Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 15:51 Sigurður G. Guðjónsson við störf. Hann minnir á að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði hafi tryggt lögaðilum innan sambandsins frelsi til að eiga í viðskiptum við Íslendinga. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé. Fjárhættuspil Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Þetta segir Sigurður í nýlegri færslu á Facebook. Þar gagnrýnir hann málflutning Lárusar Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hann viðhafði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum. Lárus telur það ólögmætt þegar Íslendingar kjósa að spila og veðja hjá erlendum veðmálafyrirtækjum á netinu, og kallar eftir banni við slíku athæfi. Áfengisbannið hafi ekki skilað árangri „Forsetinn, sem stýrir hluta æskulýðs- og íþróttastarfsemi landsins virðist því, eins og æskulýðsforingjar í upphafi síðustu aldar, telja að bann leysi allan vanda,“ segir Sigurður. Hann rifjar upp áfengisbannið sem lagt var á landið árið 1909. „Bannlögin frá 1909 náðu ekki tilætluðum árangri því hluti þjóðarinnar vildi sína áfengisvímu og átti örugglega við vímuefnavanda að etja,“ segir Sigurður. „Forsetinn ætti að vita verandi lögfræðingur að samningurinn um hið evrópska efnahagssvæði, færði einstaklingum og lögaðilum frelsi í viðskiptum innan Evrópusambandsins og einstaklingum og lögaðilum innan þess var tryggt frelsi til að eiga viðskipti við Íslendinga,“ segir Sigurður. Ríkið gæti haft af þessu fé Fyrirtæki sem hafi leyfi til veðmálastarfsemi innan Evrópusambandsins megi eiga í viðskiptum við einstakling á Íslandi án sérstaks leyfis stjórnvalda hér á landi. Þau geti hins vegar ekki opnað útibú hér eða auglýst starfsemina í íslenskum fjölmiðlum. Staðan sé svipuð og hefur verið með áfengisverslun á netinu og áfengisauglýsingar. Erlend netverslun með áfengi verði ekki bönnuð, og áfengisauglýsingar séu bannaðar í innlendum fjölmiðlum, en berist hingað í erlendum blöðum og fjölmiðlum. Í samtali við mbl segir Sigurður að miklu nær væri að hafa þessa starfsemi bara ofanjarðar. Ríkið geti eflaust fundið einhverjar leiðir til að ná af þessu fé.
Fjárhættuspil Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira