Gary Lineker vill banna orðin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 12:00 Gary Lineker er komin með nóg af umræðunni um að fótboltinn sé að koma heim. Þau færi bara ill álög yfir enska landsliðð. EPA-EFE/WILL OLIVER Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, vill alls ekki heyra ákveðin orð í aðdraganda úrslitaleik Englands og Spánar um Evrópumeistaratitilinn. Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Lineker hefur bannað orðin í umfjöllun breska ríkisútvarpsins í aðdraganda leiksins. „Við bönnum þessi orð,“ sagði Gary Lineker sem stýrir umræðuþáttum um keppnina. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart um hvaða orð hann er að tala. Gary Lineker: Stoppa orden i BBC! https://t.co/YlCWL7Vanj— Sportbladet (@sportbladet) July 13, 2024 Þessi setning kemur alltaf fram þegar enska landsliðið tekur þátt í stórmótum í fótbolta. Það fór fyrst á flug í tengslum við Evrópumótið 2021 en var enn meira áberandi fyrir HM í Katar 2022. Enska liðið tapaði í úrslitaleik á EM 2021 á heimavelli en datt úr í átta liða úrslitum á HM 2022. Nú er enska liðið komið alla leið í úrslitaleikinn á EM 2024. Frammistaðan hefur ekki verið sannfærandi en heppnin, sem hefur yfirgefið Englendinga svo oft á stórmótum síðustu áratuga, hefur svo sannarlega verið með enska liðinu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Orðin sem um ræðir eru:„Football's coming home“ eða „fótboltinn er að koma heim“ sem kemur úr laginu „Three Lions“ sem er gælunafn enska landsliðsins. Lineker er á því að notkunin á þessum orðið færi Englendingum ólukku og ill álög en enska karlalandsliðið í fótbolta hefur ekki unnið stórmót síðan á HM 1966. „Við bönnum þessi orð því þau hafa aðeins fært okkur ógæfu í öll þessu ár,“ sagði Lineker en The Mirror segir frá. Það verður athyglisvert að sjá hvort kollegar hans hlýði. "It's coming home..." ❌Gary Lineker has quipped talk of football coming home is banned during the BBC's coverage of the Euro 2024 final to avoid jinxing England 😅💬https://t.co/zRaS06ibgn pic.twitter.com/aHEqvH4r63— Mirror Football (@MirrorFootball) July 12, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira