Matareitrun á EM: Fimm veikar í íslenska hópnum og ein fór á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:21 Íslensku stelpurnar hafa náð sögulegum árangri á mótinu en því miður hafa margar þeirra veikst á lokakaflanum. FIBA.basketball Búið er að aflýsa einum leik í b-deild Evrópukeppni tuttugu ára landsliða kvenna í körfubolta í Búlgaríu en margir leikmenn og starfsmenn liðanna á mótinu hafa veikst á síðustu dögum. Íslenski hópurinn slapp því miður ekki. FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira